Réttindi Íslendinga og Bretlands tryggð í báðum ríkjum

Katrín Jakobsdóttir og Theresa May áttu fund í Ósló í …
Katrín Jakobsdóttir og Theresa May áttu fund í Ósló í gær. Katrín gerði May grein fyrir mikilvægi góðra milliríkjasamskipta.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu var efst á baugi á tvíhliða fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á þingi Norðurlandaráðs í Ósló í gær.

„Það var sérstakt fagnaðarefni að það var skýr vilji hjá May, og mér líka, að óháð því hvaða lausn finnst á Brexit þá verða réttindi borgara okkar ríkja tryggð. Þau verða óbreytt hvort sem það eru Íslendingar búsettir í Bretlandi eða Bretar á Íslandi,“ segir Katrín í Morgunblaðinu í dag. Sagði hún að samningur yrði gerður þar að lútandi óháð því hvernig útgöngu Breta úr Evrópusambandinu verður háttað.

Katrín segist hafa gert May grein fyrir að Íslendingar hafi fylgst mjög náið með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og Íslendingar séu undir það búnir enda skipti það Ísland miklu máli að halda góðum samskiptum við Breta enda sé Bretland mikilvægt viðskiptaland Íslands og sterk pólitísk tengsl milli ríkjanna tveggja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert