Búið að vera of ódýrt að fljúga

Skarphéðinn Berg ferðamálastjóri telur þessa lendingu vera góða fyrir ferðaþjónustuna ...
Skarphéðinn Berg ferðamálastjóri telur þessa lendingu vera góða fyrir ferðaþjónustuna og eyði óvissu sem hafi verið í greininni vegna fjárhagsþrenginga WOW air. mbl.is/Eggert

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var starfandi forstjóri lággjaldaflugfélagsins Iceland Express þegar að WOW air tók yfir flugáætlun félagsins í október árið 2012 og þekkir vel til flugrekstrar. Hann segir að yfirtaka Icelandair Group á WOW air í dag komi honum ekki endilega á óvart.

„Ég held að þetta sé bara lausn sem hljóti að vera góð fyrir alla aðila. Það hefur svo sem  alveg verið vitað um fjárhagsvandræði WOW og þó að það hafi eitthvað komið inn í þessu skuldabréfaútboði þá hefur [kostnaður] haldið áfram að hækka í umhverfinu og það þarf ekkert að koma á óvart að þessi leið hafi verið farin. Ég held að þetta sé bara góð útkoma,“ segir Skarphéðinn Berg í samtali við mbl.is.

Hann telur þessa lendingu vera góða fyrir ferðaþjónustuna og eyði óvissu sem hafi verið í greininni vegna fjárhagsþrenginga WOW air.

„Flugið er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna og sú óvissa sem hefur verið, hún er ekki góð og ef það hefði komið til skyndilegrar stöðvunar á rekstri í flugi þá hefði það verið afar óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Þessi sameining breytir því og kemur á auknum stöðugleika og áreiðanleika í rekstrinum.“

Erlend samkeppni nægjanleg

Skarphéðinn segir að hann telji að erlend samkeppni á flugmarkaði sé nægjanleg og að hún muni aukast enn frekar á komandi árum.

„Flugfargjöld hafa verið býsna lág og bæði fyrirtækin hafa verið að tapa peningum, sem bendir til þess að það sé of ódýrt að fljúga og ég held að samkeppni frá erlendum flugfélögum sé algjörlega nægjanleg og hún sé orðin mjög öflug, bæði frá Ameríku og Evrópu. Það eitt og sér er alveg nægjanlegt samkeppnisumhverfi og það mun örugglega bara aukast á næstu árum,“ segir Skarphéðinn.

Mun kannski breyta Boeing-áhuga Icelandair

„Ég held að það sé hellings áskorun að vinna úr þessari sameiningu, en ég held að menn muni alveg geta gert það. Þetta eru hvort með sínum hætti góð fyrirtæki, en það er alltaf flókið mál að sameina fyrirtæki, sérstaklega þegar þau eru ólík eins og er í þessu tilfelli,“ segir Skarphéðinn, en hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvernig flugfloti Icelandair og WOW air muni þróast í kjölfar yfirtökunnar. Icelandair hefur til margra áratuga verið með Boeing-flugvélar í sínum flota, en floti WOW air samanstendur af Airbus-vélum.

Skarphéðinn veltir því upp hvort yfirtakan á WOW air muni ...
Skarphéðinn veltir því upp hvort yfirtakan á WOW air muni leiða til þess að „einlægur Boeing-áhugi“ Icelandair dvíni. AFP

„Það verður mjög áhugavert hvernig það mun þróast. Það er alveg þekkt að það eru flugfélög sem eru bæði með Boeing og Airbus í sínum flota en það er áhugavert hvort að þessi yfirtaka muni eitthvað breyta þessum einlæga áhuga sem Icelandair hefur haft á Boeing og hvort að þeir muni horfa í auknum mæli til Airbus, sem eru býsna góðar flugvélar,“ segir Skarphéðinn.

Hann segir að Airbus hafi gengið miklu lengra en Boeing í því að eyða mismun sem er á milli misstórra flugvéla úr þeirra smiðju. Það þýðir að flugmenn geta gengið á milli misstórra flugvéla hjá Airbus á meðan að það er ekki mögulegt hjá Boeing, þar sem flugmenn þurfa að sækja sér réttindi til þess að fljúga mismunandi gerðum Boeing-flugvéla.

„Það er aukinn sveigjanleiki í því. Þetta eru frábærar flugvélar frá Airbus og það er spurning hvort þetta muni eitthvað breyta þessum Boeing-áhuga sem hefur verið svo áberandi hjá Icelandair. Boeing eru auðvitað góðar flugvélar en [Icelandair] hafa ekkert litið á aðrar flugvélategundir í tugi ára,“ segir ferðamálastjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hafa þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »

Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu

Í gær, 18:39 Jón Gnarr hefur ákveðið að farga mynd eftir Banksy, sem hann fékk að gjöf þegar hann starfaði sem borgarstjóri Reykjavíkur, við fyrsta tækifæri „þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan“. Meira »

Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Í gær, 18:30 Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Meira »

Stressandi en frábær upplifun

Í gær, 18:17 „Við höfðum trú á því að við gætum endað í sæti en þetta var smá sjokk,“ segir Kara Sól Einarsdóttir, nemandi í Árbæjarskóla. Hún var hluti af sigurliði Árbæjarskóla í Skrekk í gærkvöldi. Meira »

Landsréttur stytti farbannið

Í gær, 17:51 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að tveir menn skuli sæta farbanni að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Meira »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

Í gær, 16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefið sé út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

Í gær, 15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

Í gær, 15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

Í gær, 15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

Í gær, 14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »
2-4 herb.húsnæði óskast til leigu
Handlaginn 39 ára einstæður faðir óskar eftir 2-4 herb. húsnæði til leigu í Reyk...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best, at...