Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði.
Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði. mbl.is/Þorsteinn

Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Þá þarf ríkissjóður einnig að greiða 3,6 milljónir í málsvarnarlaun Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, en hún var sýknuð í málinu.

Í málinu var Hreiðar bæði ákærður fyrir innherjasvik og umboðssvik í tengslum við lánveitingu til einkahlutafélagsins Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. upp á 574 milljónir króna í ágúst árið 2008.

Sýknaður í umfangsmeiri hluta málsins

Héraðsdómur sýknaði Hreiðar af sakarefninu umboðssvikum, en í þeim hluta var tekist á um hvort hann misnotað aðstöðu sína til að láta bankann veita sér umrætt lán, en það var vegna nýtingar á kauprétti sem Hreiðar hafi vegna starfa sinna fyrir bankann. Má ráða af orðum dómsins að sá hluti málsins sé umfangsmeiri hluti málsins, en að því er vikið hér að neðan. Kom fram í gögnum málsins að stjórn bankans hafi frá árinu 2004 samþykkt kaupréttaráætlun bankans. Þá hafi ekki komið fram fyrir dómi annað en að Hreiðar hafi óskað eftir því að nýta kaupréttinn sinn. Þar hafi ekki falist fyrirmæli um lánveitingu, líkt og hann er ákærður fyrir. „Með hliðsjón af því sem hér að framan greinir hefur ákæruvaldi ekki tekist að sýna fram á að ákærði hafi látið Kaupþing banka hf. veita einkahlutafélagi ákærða lán, 6. ágúst 2008,“ segir í dóminum og með hliðsjón af því er hann sýknaður af þessum lið ákærunnar.

Vegna sýknu Hreiðars er Guðný einnig sýknuð, en hún hafði verið ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.

Fyrri dómur leiðir af sér sekt í seinni hluta

Í seinni hluta ákærunnar er Hreiðar ákærður fyrir að hafa fært bréf bankans af eigin nafni yfir á einkahlutafélagið. Var það gert á markaðsvirði þess dags. Hins vegar er Hreiðar sagður hafa í krafti stöðu sinnar sem forstjóri bankans átt að vita að markaðsverðið hafi gefið ranga mynd af verðmæti bréfanna og verið metið hærra en efni stóðu til vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar. Hefur Hreiðar meðal annars verið dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í stóra markaðsmisnotkunarmáli bankans.

Hreiðar benti á við meðferð málsins að hann hefði verið að færa eignarhlutinn í bankanum frá sér yfir til einkahlutafélags þar sem hann var eini eigandi og stjórnandi. Hann og félagið hefðu því í raun sömu upplýsingar og gætu viðskiptin ekki átt við um innherjasvik. Ekki væri verið að svíkja neinn. Ákæruvaldið vildi hins vegar meina að með þessari aðgerð væri hann að senda skilaboð út á markaðinn um að markaðsgengi bréfanna væri rétt og í því fælist að beita innherjaupplýsingum til að blekkja markaðinn. Undir þetta tók héraðsdómur. „Blekkti hann með því aðra á hinum skipulagða verðbréfamarkaði,“ segir í dóminum.

Dómurinn kemst svo að þeirri niðurstöðu að allur þungi í rannsókn og meðferð málsins hafi snúist um lánveitinguna, sem deilt var um í fyrri hluta ákærunnar. Vegna sýknunnar í þeim lið beri því ríkissjóði að greiða öll málsvarnarlaun bæði Hreiðars og Guðnýjar, samtals um 18 milljónir. Er Hreiðari ekki gerð nein refsing þrátt fyrir að vera fundinn sekur um innherjasvik, en hann hafði áður fyllt upp í refsiramma sambærilegra brota, bæði í Al Thani-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Segir Hreiðar dæmdan fyrir að svíkja sjálfan sig

Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, segir við mbl.is að ánægjulegt sé að Hreiðar hafi verið sýknaður af umfangsmesta þætti málsins, umboðssvikum, og vísar til þess að allur málskostnaður falli á ríkið. Hann segir hins vegar niðurstöðuna um innherjasvikin vera í andstöðu við reglur sem gilt hafi í Evrópu um innherjasvik. Þannig geti ekki verið um innherjasvik að ræða búi báðir aðilar yfir sömu upplýsingum. Segir hann niðurstöðuna fordæmalausa og að Hreiðar sé líklegast eini einstaklingurinn í vestrænni réttarsögu sem hafi verið dæmdur fyrir innherjasvik án þess að nokkur, annar en hann sjálfur, hafi verið svikinn. Segir Hörður að ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað hafi ekki verið tekin, en að það verði gert á næstu vikum.

mbl.is

Innlent »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »

Bílbelti og líknarbelgir björguðu

05:57 Lögreglan segir að bílbelti og líknarbelgir hafi bjargað ökumönnum tveggja bifreiða sem lentu í árekstri á Korpúlfsstaðavegi frá teljandi meiðslum. Meira »

Veiðileyfissviptingu frestað

05:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar. Meira »

Þurfa að komast lengra

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum. „Hins vegar erum við reiðubúin til að gera allt sem við getum til að greiða fyrir því að hægt sé að lenda málunum,“ segir Katrín. Meira »

Netöryggissveitin fái ekki næg gögn

05:30 Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti. Meira »

Þingmenn taka upp þráðinn í dag

05:30 Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan. Meira »

Ekkert erindi borist póstnúmeranefnd

05:30 Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102.  Meira »

„Þetta er stórt skref í rétta átt“

05:30 Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15. Meira »

Töp gegn stórþjóðunum í Köln á HM

05:30 Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni. Meira »

Hafnaði utan vegar í Víðidal

Í gær, 23:47 Hópbifreið hafnaði utan vegar skammt sunnan við Víðihlíð í Víðidal í kvöld. Ökumaður og 30 farþegar, sem allir voru á aldrinum 16-19 ára, voru um borð í bifreiðinni. Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Meira »

Opnað fyrir umferð á ný

Í gær, 22:38 Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um Kjalarnes, en lokað var fyrir umferð þar vegna lélegs skyggnis og slæmrar færðar. Þá fóru tvær rútur út af veginum á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga fyrr í kvöld. Enn er þó krapi á veginum og búast má við hálku, en mjög hált var þar fyrr í kvöld. Meira »

„Fólk er hérna fjúkandi af reiði“

Í gær, 21:41 Löng röð hefur myndast við vegalokun á gatnamótum Þjóðvegar 1 og Þingvallavegar. Fólk í röðinni er mjög pirrað á lokuninni á veginum um Kjalarnes en vonskuveðrið áðan virðist liðið hjá. Meira »

Einhverjir með eymsli en öðrum brugðið

Í gær, 21:26 Aðgerðum viðbragðsaðila vegna rútuslysanna á Kjalarnesi er lokið og síðustu farþegarnir eru nú farnir úr fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Fékk fólkið þar teppi og heitt te eða kaffi auk þess sem viðbragðssveit Landspítalans kom til að kanna hvort einhverjir þyrftu frekari aðstoð. Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...