Ríkið þarf að greiða öll málsvarnarlaun

Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði.
Hreiðar Már Sig­urðsson í dómsal í síðasta mánuði. mbl.is/Þorsteinn

Þrátt fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, hafi verið fundinn sekur um innherjasvik með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í dag, þarf ríkissjóður að standa straum af öllum málsvarnarlaunum Hreiðars, samtals 14,3 milljónum króna. Þá þarf ríkissjóður einnig að greiða 3,6 milljónir í málsvarnarlaun Guðnýjar Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, en hún var sýknuð í málinu.

Í málinu var Hreiðar bæði ákærður fyrir innherjasvik og umboðssvik í tengslum við lánveitingu til einkahlutafélagsins Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. upp á 574 milljónir króna í ágúst árið 2008.

Sýknaður í umfangsmeiri hluta málsins

Héraðsdómur sýknaði Hreiðar af sakarefninu umboðssvikum, en í þeim hluta var tekist á um hvort hann misnotað aðstöðu sína til að láta bankann veita sér umrætt lán, en það var vegna nýtingar á kauprétti sem Hreiðar hafi vegna starfa sinna fyrir bankann. Má ráða af orðum dómsins að sá hluti málsins sé umfangsmeiri hluti málsins, en að því er vikið hér að neðan. Kom fram í gögnum málsins að stjórn bankans hafi frá árinu 2004 samþykkt kaupréttaráætlun bankans. Þá hafi ekki komið fram fyrir dómi annað en að Hreiðar hafi óskað eftir því að nýta kaupréttinn sinn. Þar hafi ekki falist fyrirmæli um lánveitingu, líkt og hann er ákærður fyrir. „Með hliðsjón af því sem hér að framan greinir hefur ákæruvaldi ekki tekist að sýna fram á að ákærði hafi látið Kaupþing banka hf. veita einkahlutafélagi ákærða lán, 6. ágúst 2008,“ segir í dóminum og með hliðsjón af því er hann sýknaður af þessum lið ákærunnar.

Vegna sýknu Hreiðars er Guðný einnig sýknuð, en hún hafði verið ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.

Fyrri dómur leiðir af sér sekt í seinni hluta

Í seinni hluta ákærunnar er Hreiðar ákærður fyrir að hafa fært bréf bankans af eigin nafni yfir á einkahlutafélagið. Var það gert á markaðsvirði þess dags. Hins vegar er Hreiðar sagður hafa í krafti stöðu sinnar sem forstjóri bankans átt að vita að markaðsverðið hafi gefið ranga mynd af verðmæti bréfanna og verið metið hærra en efni stóðu til vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar. Hefur Hreiðar meðal annars verið dæmdur fyrir markaðsmisnotkun í stóra markaðsmisnotkunarmáli bankans.

Hreiðar benti á við meðferð málsins að hann hefði verið að færa eignarhlutinn í bankanum frá sér yfir til einkahlutafélags þar sem hann var eini eigandi og stjórnandi. Hann og félagið hefðu því í raun sömu upplýsingar og gætu viðskiptin ekki átt við um innherjasvik. Ekki væri verið að svíkja neinn. Ákæruvaldið vildi hins vegar meina að með þessari aðgerð væri hann að senda skilaboð út á markaðinn um að markaðsgengi bréfanna væri rétt og í því fælist að beita innherjaupplýsingum til að blekkja markaðinn. Undir þetta tók héraðsdómur. „Blekkti hann með því aðra á hinum skipulagða verðbréfamarkaði,“ segir í dóminum.

Dómurinn kemst svo að þeirri niðurstöðu að allur þungi í rannsókn og meðferð málsins hafi snúist um lánveitinguna, sem deilt var um í fyrri hluta ákærunnar. Vegna sýknunnar í þeim lið beri því ríkissjóði að greiða öll málsvarnarlaun bæði Hreiðars og Guðnýjar, samtals um 18 milljónir. Er Hreiðari ekki gerð nein refsing þrátt fyrir að vera fundinn sekur um innherjasvik, en hann hafði áður fyllt upp í refsiramma sambærilegra brota, bæði í Al Thani-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Segir Hreiðar dæmdan fyrir að svíkja sjálfan sig

Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, segir við mbl.is að ánægjulegt sé að Hreiðar hafi verið sýknaður af umfangsmesta þætti málsins, umboðssvikum, og vísar til þess að allur málskostnaður falli á ríkið. Hann segir hins vegar niðurstöðuna um innherjasvikin vera í andstöðu við reglur sem gilt hafi í Evrópu um innherjasvik. Þannig geti ekki verið um innherjasvik að ræða búi báðir aðilar yfir sömu upplýsingum. Segir hann niðurstöðuna fordæmalausa og að Hreiðar sé líklegast eini einstaklingurinn í vestrænni réttarsögu sem hafi verið dæmdur fyrir innherjasvik án þess að nokkur, annar en hann sjálfur, hafi verið svikinn. Segir Hörður að ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað hafi ekki verið tekin, en að það verði gert á næstu vikum.

mbl.is

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...