Sameinað félag taki til starfa eftir áramót

Stefnt er að því að nýtt sameinað félag Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar ...
Stefnt er að því að nýtt sameinað félag Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR taki til starfa í janúar á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Formenn SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur eru báðir ánægðir með þá afgerandi niðurstöðu félagsmanna að sameina eigi félögin. Nafn á nýju sameinuðu félagi verður ákveðið með könnun meðal félagsmanna.

„Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Við erum líka mjög ánægð með þátttökuna, að mörgu leyti er þetta afgerandi niðurstaða og gott að svo skyldi vera,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við mbl.is. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, tekur í sama streng en hann hefði viljað sjá meiri þátttöku hjá sínum félagsmönnum.  

Alls tóku 27,34% félagsmanna Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borg­ar þátt og sögðu 77,2% já en 17,56% nei.  5,5% tóku ekki af­stöðu. Þátttakan var heldur meiri hjá SFR þar sem 40,75% fé­lags­manna þátt og sögðu 57,25% já en 37,07% nei. 5,68% tóku ekki af­stöðu.

Koma öflugri inn í kjaraviðræður

„Nú er heljarmikið starf eftir að ræða þessi félög saman, það verður ekki gert á einum degi,“ segir Árni. Stjórnir félaganna munu koma saman strax eftir helgi og huga að næstu skrefum. Að sögn Garðars er stefnt að því að undirbúningsvinnan muni taka um þrjá mánuði og að stofnfundur nýs sameinaðs félags fari fram í lok janúar. „En svo er þetta vegferð sem við vitum ekki fyrirfram hvað tekur langan tíma,“ segir hann.

Árni og Garðar eru sannfærðir um að sameinað félag verði betur í stakk búið til þess að mæta verkefnum framtíðarvinnumarkaðsins sem og komandi kjaraviðræðum. Garðar segir að undirbúningur sameiningarinnar muni ekki koma niður á komandi kjaraviðræðum heldur gera þær öflugri. „Draumurinn er að klára sameininguna áður en flestir kjarasamningar losna í mars en á þessari vegferð munum við skoða hvernig við náum fólki saman í samninganefndum af því að við erum að gera kjarasamninga við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nefndirnar munu væntanlega setjast saman yfir kröfugerðina,“ segir hann.

Stjórnir beggja félaga starfi fram að stofnfundi

Áætlað er að stjórnir beggja félaga starfi fram að stofnfundi nýs sameinaðs félags. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig ný stjórn verði skipuð.

„Ég lít svo á að mín þátttaka felst í að klára verkefnið, hvað langan tíma það tekur veit ég ekki,“ segir Garðar en hann hyggst láta af störfum fljótlega eftir sameininguna á meðan Árni hefur lýst yfir áhuga á að fylgja sameiningunni eftir.

Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Árni Stefán Jónsson, formanni ...
Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Árni Stefán Jónsson, formanni SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, takast í hendur eftir að sameining félaganna var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »
Múrverk
Múrverk...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...