Sameinað félag taki til starfa eftir áramót

Stefnt er að því að nýtt sameinað félag Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar ...
Stefnt er að því að nýtt sameinað félag Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR taki til starfa í janúar á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Formenn SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur eru báðir ánægðir með þá afgerandi niðurstöðu félagsmanna að sameina eigi félögin. Nafn á nýju sameinuðu félagi verður ákveðið með könnun meðal félagsmanna.

„Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Við erum líka mjög ánægð með þátttökuna, að mörgu leyti er þetta afgerandi niðurstaða og gott að svo skyldi vera,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við mbl.is. Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, tekur í sama streng en hann hefði viljað sjá meiri þátttöku hjá sínum félagsmönnum.  

Alls tóku 27,34% félagsmanna Starfs­manna­fé­lags Reykja­vík­ur­borg­ar þátt og sögðu 77,2% já en 17,56% nei.  5,5% tóku ekki af­stöðu. Þátttakan var heldur meiri hjá SFR þar sem 40,75% fé­lags­manna þátt og sögðu 57,25% já en 37,07% nei. 5,68% tóku ekki af­stöðu.

Koma öflugri inn í kjaraviðræður

„Nú er heljarmikið starf eftir að ræða þessi félög saman, það verður ekki gert á einum degi,“ segir Árni. Stjórnir félaganna munu koma saman strax eftir helgi og huga að næstu skrefum. Að sögn Garðars er stefnt að því að undirbúningsvinnan muni taka um þrjá mánuði og að stofnfundur nýs sameinaðs félags fari fram í lok janúar. „En svo er þetta vegferð sem við vitum ekki fyrirfram hvað tekur langan tíma,“ segir hann.

Árni og Garðar eru sannfærðir um að sameinað félag verði betur í stakk búið til þess að mæta verkefnum framtíðarvinnumarkaðsins sem og komandi kjaraviðræðum. Garðar segir að undirbúningur sameiningarinnar muni ekki koma niður á komandi kjaraviðræðum heldur gera þær öflugri. „Draumurinn er að klára sameininguna áður en flestir kjarasamningar losna í mars en á þessari vegferð munum við skoða hvernig við náum fólki saman í samninganefndum af því að við erum að gera kjarasamninga við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Nefndirnar munu væntanlega setjast saman yfir kröfugerðina,“ segir hann.

Stjórnir beggja félaga starfi fram að stofnfundi

Áætlað er að stjórnir beggja félaga starfi fram að stofnfundi nýs sameinaðs félags. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig ný stjórn verði skipuð.

„Ég lít svo á að mín þátttaka felst í að klára verkefnið, hvað langan tíma það tekur veit ég ekki,“ segir Garðar en hann hyggst láta af störfum fljótlega eftir sameininguna á meðan Árni hefur lýst yfir áhuga á að fylgja sameiningunni eftir.

Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Árni Stefán Jónsson, formanni ...
Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, og Árni Stefán Jónsson, formanni SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, takast í hendur eftir að sameining félaganna var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

16:34 Héraðssaksóknari hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir innflutningi á samtals 985,35 grömmum af kókaíni. Efnið hafði 86-88% styrkleika og var það ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

„Haugabræla“ á færeysku miðunum

16:23 „Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það.“ Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK Meira »

Hnúfubakur á svamli við hafnarbakkann

15:15 „Þetta var alveg magnað. Þetta er „once in a lifetime-dæmi“, alveg ótrúlegt,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours Wildlife Adventures, sem náði myndskeiði af hnúfubaki að svamla í sjónum við hafnarbakkann á Skarfabakka. Meira »

Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

15:04 Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómsstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málið sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna. Meira »

Úrvinnslu samræmdra prófa lokið

14:47 Menntamálastofnun hefur lokið úrvinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Niðurstöðurnar eru þær að yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í íslensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Meira »

Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

14:46 Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar. Meira »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðabækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshreppi og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Jólabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 1.desember n.k. Endilega hafið samband í Kattholt...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið á: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cot...