Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Lauf grit-hjólið er búið sérstökum demparagaffli sem Lauf hannaði og ...
Lauf grit-hjólið er búið sérstökum demparagaffli sem Lauf hannaði og þróaði, en hann er búinn fjaðurgaffli í stað hefðbundinna teleskópískra demp­ara. Ljósmynd/Arnold Björnsson

Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól (e. gravel bike) undir eigin merkjum, en áður hafði fyrirtækið einbeitt sér að hjólademparagöfflum sem vöktu talsverða athygli fyrir nýstárlega hönnun. Frumgerðin gengur undir nafninu True grit og er í hágæðaflokki á markaðinum (e. high end). Eftir mjög jákvæða dóma hjá mörgum hjólatímaritum er salan komin á fullt og hafa yfir 500 hjól selst fyrsta árið. Á næsta ári ætlar Lauf svo að bæta við öðru hjóli, sem verður í miðverðflokki og eru uppi vonir um að margfalda veltuna.

„Þetta hefur gengið fáránlega vel, við höfum bæði fengið góðar viðtökur og gagnrýni,“ segir Benedikt Skúlason, annar stofnenda og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir í raun frekar magnað hversu hjólið hafi fengið mikla athygli síðasta árið, en gagnrýni hjá stórum hjólatímaritum eins og Road bike action magazine, Bike rumor, Bike radar  og Advntr er öll á þann veg að um sé að ræða hjól í hæsta gæðaflokki. Segir hann ekki sjálfsagt að koma inn á markað eins og hjólamarkaðinn með jafnframúrstefnulega hugmynd og algjörlega ný tegund af dempara er og fá strax jákvæð viðbrögð.

GCN kynntu sér Lauf True grit-hjólið nýlega

Fyrir um viku birtist svo hjólið í hjólaþætti GCN á Youtube, en það er líklegast sá hjólaþáttur sem flestir hjólaáhugamenn víða um heim horfa á. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 þúsund manns horft á myndskeiðið. Það er því ljóst að hróður íslenskra hjóla og hjólreiða fer víða þessa stundina, en mbl.is greindi frá miklum áhuga á hjólaferð sama þáttar um Fjallabak. Hafa í dag samanlagt um 350 þúsund manns horft á það ferðalag.

True grit er sem fyrr segir malarhjól og segir Benedikt að þeir hjá Laufi vilji að merkið verði að helsta merkinu í þessum flokki hjólreiða. Með það fyrir augum ætla þeir að kynna nýtt malarhjól á næsta ári sem verður aðeins hefðbundnara og ódýrara. True grit-hjólið kostar sem dæmi að meðaltali um 5.000 Bandaríkjadali, en þeir vilja reyna að fara með nýja hjólið niður í um 2.500 dali. Af þessum tölum má sjá að veltan er talin í nokkur hundruð milljónum nú þegar.

Segir Benedikt að með þessu útspili sé ætlunin að komast inn í mun breiðari kaupendahóp og undanfarið hafi þeir unnið hörðum höndum að því að semja við yfir 50 söluaðila í Bandaríkjunum sem ætli sér að selja hjól frá þeim.

Hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er ...
Hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Eins og sjá má á myndinni er framgaffallinn nokkuð öðruvísi en gafflar á hefðbundnum hjólum. Mynd/Arnold Björnsson

Þegar mbl.is ræddi við Benedikt í fyrra sagðist hann vonast til þess að þeir myndu ná að selja um 1.000 hjól á þessu ári. Ekki er víst að það náist að fullu, en Benedikt segir að aukinn kraftur hafi verið settur í að bæta við söluaðilum til að byggja undir komu nýja hjólsins. „Hugmyndin er að vera með ódýrara módel við hliðina á flaggskipinu,“ segir hann og bætir við að það geti reynst erfitt að selja fólki jafnframúrstefnulega vöru sem kosti jafnvel langleiðina í eina milljón. Hins vegar sé ljóst að með meira umtali sé áhugi fólks á hjólinu og demparanum að aukast talsvert. Með því að bæta við verðflokki sem höfði líka til hins almenna hjólakaupanda séu þeir að margfalda markhópinn.

Bandaríkin eru og hafa verið stóri markaður malarhjóla, en þessi grein hjólreiða er nokkuð ný. Benedikt segir að Bandaríkin séu að jafnaði nokkrum árum á undan öðrum löndum heimsins þegar kemur að nýjungum í hjólageiranum og í þessu tilfelli sé það ekkert öðruvísi. Fyrirtækið hafi því einbeitt sér að þeim markaði.

Hann segir að gangi núverandi sölumarkmið upp fyrir þetta ár muni þeir tvöfalda veltu fyrirtækisins milli ára og að stefnan sé sett á þreföldun á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Verið að vinna úr athugasemdum

08:18 „Ég vona að þessir ferlar virki en ég finn líka vaxandi stuðning inni í þinghúsinu við að menn verði tilbúnir að bregðast við ef þess þarf,“ segir Haraldur Benediktsson, fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um að þingið heimili lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg. Meira »

Fyrsta skipið kom að nýjum hafnarbakka

07:57 Tímamót urðu í sögu Faxaflóahafna að morgni annars í páskum. Þá lagðist fyrsta skipið að nýjum hafnarbakka utan Klepps í Sundahöfn, en framkvæmdir við hann hafa staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira »

Aðeins 10 hjúkrunarrými af 40 í nýtingu

07:37 Hægt og illa gengur að finna hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa á Seltjörn, nýju hjúkrunarheimili við Safnatröð á Seltjarnarnesi. Vegna þessa eru einungis nýtt 10 hjúkrunarrými af 40. Meira »

Allt að 17 stiga hiti og þurrt

07:00 Óvenjuhlýtt loft er að berast yfir landið og er spáð allt að 17 stiga hita á morgun, sumardaginn fyrsta. Regnsvæðin berast eitt af öðru yfir landið en á milli þeirra munu gefast ágætir þurrir kaflar að sögn veðurfræðings. Svo vel vill til að von er á þurrum kafla á morgun. Meira »

Sagði vin eiga vespuna

06:35 Lögreglan hafði afskipti af manni sem teymdi vespu um hverfi 105 í nótt og þegar lögreglumenn ræddu við manninn fundu þeir sterka fíkniefnalykt af honum. Í ljós kom að hann var með fíkniefni á sér og átti ekkert í vespunni. Meira »

Andlát: Hörður Sigurgestsson

05:30 Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, lést að morgni annars í páskum, rúmlega áttræður. Hann fæddist í Reykjavík 2. júní 1938. Meira »

Segir séreignarsparnað í uppnámi

05:30 Uppbygging og forsendur að baki lífeyrissparnaði tuga þúsunda Íslendinga verður raskað og valfrelsi fólks í þeim efnum takmarkað til muna verði tillögur sem fram koma í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við svokallaða lífskjarasamninga að veruleika. Meira »

Nýr aðili annist dýpkun

05:30 Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hafi burði til þess að opna Landeyjahöfn. Það vill að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem geti sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist langt fram á vor. Meira »

Stefndi í dræma þátttöku

05:30 „Eins og þetta stefnir í, þá er þátttakan í kosningunum mikil vonbrigði,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, en niðurstöður kosninga um Lífskjarasamningana svonefndu verða kynntar í dag. Meira »

Kornbændur eru byrjaðir að sá

05:30 Kornbændur eru að plægja akra og undirbúa sáningu. Sumir eru byrjaðir að sá, aðrir bíða eftir að það stytti upp og búast má við að mjög margir sái fyrir korni í þessari viku og í byrjun næstu. Meira »

Framboð íbúða nærri meðaltalinu

05:30 Um 6,5 íbúðir voru fullgerðar á hverja þúsund íbúa á Íslandi í fyrra. Til samanburðar hafa verið byggðar 6 íbúðir að meðaltali á hverja þúsund íbúa frá 1983. Hlutfallið í fyrra er því nærri meðaltali síðustu áratuga. Meira »

Aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin

05:30 Samkvæmt könnun sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FíH) gerði í vetur meðal sinna félagsmanna eru aðeins 8% hjúkrunarfræðinga sátt við launin sín. Þátttaka í könnuninni var góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar svöruðu, eða rúm 75% félagsmanna. Meira »

Sala minnkar í flestum flokkum mjólkur

05:30 Sala á flestum tegundum mjólkurafurða hefur dregist saman síðustu mánuði. Ef litið er til tólf mánaða tímabils hefur sala minnkað í öllum vöruflokkum nema rjóma þar sem varð aukning um 5%. Meira »

Útköll vegna veðurs og kjötþjófs

Í gær, 23:45 Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld voru af ýmsum toga en þar ber hæst útköll í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti vegna veðurs sem og tilkynning um stuld á kjöti í miðbænum. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Í gær, 22:48 Bílvelta varð á þjóðveginum sunnan við Æsustaði í Langadal, skammt vestan við Húnaver, á tíunda tímanum í kvöld. Óskað hefur verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem er á leiðinni á slysstað. Meira »

Utanríkisráðherra Nýja-Sjálands á Íslandi

Í gær, 21:31 Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sem fram fór í Grindavík í dag. Meira »

Umboðsmaður plokkara á Íslandi

Í gær, 21:19 „Þú þarf ekki að vita neitt eða kunna bara að hafa óbeit á rusli og vilja koma því úr náttúrunni og á réttan stað,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi stóra plokkdagsins sem fram fer næsta sunnudag 28. apríl. Meira »

Lést af völdum listeríusýkingar

Í gær, 21:07 Kona á fimmtugsaldri lést af völdum listeríusýkingar í janúar. Frá þessu er greint í Farsóttafréttum landlæknis en konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Svo virðist sem listeríusýkingar hafi verið að færast í vöxt hér á landi undanfarna tvo áratugi. Meira »

Búið að loka upp í turninn

Í gær, 20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »