Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Lauf grit-hjólið er búið sérstökum demparagaffli sem Lauf hannaði og ...
Lauf grit-hjólið er búið sérstökum demparagaffli sem Lauf hannaði og þróaði, en hann er búinn fjaðurgaffli í stað hefðbundinna teleskópískra demp­ara. Ljósmynd/Arnold Björnsson

Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól (e. gravel bike) undir eigin merkjum, en áður hafði fyrirtækið einbeitt sér að hjólademparagöfflum sem vöktu talsverða athygli fyrir nýstárlega hönnun. Frumgerðin gengur undir nafninu True grit og er í hágæðaflokki á markaðinum (e. high end). Eftir mjög jákvæða dóma hjá mörgum hjólatímaritum er salan komin á fullt og hafa yfir 500 hjól selst fyrsta árið. Á næsta ári ætlar Lauf svo að bæta við öðru hjóli, sem verður í miðverðflokki og eru uppi vonir um að margfalda veltuna.

„Þetta hefur gengið fáránlega vel, við höfum bæði fengið góðar viðtökur og gagnrýni,“ segir Benedikt Skúlason, annar stofnenda og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir í raun frekar magnað hversu hjólið hafi fengið mikla athygli síðasta árið, en gagnrýni hjá stórum hjólatímaritum eins og Road bike action magazine, Bike rumor, Bike radar  og Advntr er öll á þann veg að um sé að ræða hjól í hæsta gæðaflokki. Segir hann ekki sjálfsagt að koma inn á markað eins og hjólamarkaðinn með jafnframúrstefnulega hugmynd og algjörlega ný tegund af dempara er og fá strax jákvæð viðbrögð.

GCN kynntu sér Lauf True grit-hjólið nýlega

Fyrir um viku birtist svo hjólið í hjólaþætti GCN á Youtube, en það er líklegast sá hjólaþáttur sem flestir hjólaáhugamenn víða um heim horfa á. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 100 þúsund manns horft á myndskeiðið. Það er því ljóst að hróður íslenskra hjóla og hjólreiða fer víða þessa stundina, en mbl.is greindi frá miklum áhuga á hjólaferð sama þáttar um Fjallabak. Hafa í dag samanlagt um 350 þúsund manns horft á það ferðalag.

True grit er sem fyrr segir malarhjól og segir Benedikt að þeir hjá Laufi vilji að merkið verði að helsta merkinu í þessum flokki hjólreiða. Með það fyrir augum ætla þeir að kynna nýtt malarhjól á næsta ári sem verður aðeins hefðbundnara og ódýrara. True grit-hjólið kostar sem dæmi að meðaltali um 5.000 Bandaríkjadali, en þeir vilja reyna að fara með nýja hjólið niður í um 2.500 dali. Af þessum tölum má sjá að veltan er talin í nokkur hundruð milljónum nú þegar.

Segir Benedikt að með þessu útspili sé ætlunin að komast inn í mun breiðari kaupendahóp og undanfarið hafi þeir unnið hörðum höndum að því að semja við yfir 50 söluaðila í Bandaríkjunum sem ætli sér að selja hjól frá þeim.

Hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er ...
Hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Eins og sjá má á myndinni er framgaffallinn nokkuð öðruvísi en gafflar á hefðbundnum hjólum. Mynd/Arnold Björnsson

Þegar mbl.is ræddi við Benedikt í fyrra sagðist hann vonast til þess að þeir myndu ná að selja um 1.000 hjól á þessu ári. Ekki er víst að það náist að fullu, en Benedikt segir að aukinn kraftur hafi verið settur í að bæta við söluaðilum til að byggja undir komu nýja hjólsins. „Hugmyndin er að vera með ódýrara módel við hliðina á flaggskipinu,“ segir hann og bætir við að það geti reynst erfitt að selja fólki jafnframúrstefnulega vöru sem kosti jafnvel langleiðina í eina milljón. Hins vegar sé ljóst að með meira umtali sé áhugi fólks á hjólinu og demparanum að aukast talsvert. Með því að bæta við verðflokki sem höfði líka til hins almenna hjólakaupanda séu þeir að margfalda markhópinn.

Bandaríkin eru og hafa verið stóri markaður malarhjóla, en þessi grein hjólreiða er nokkuð ný. Benedikt segir að Bandaríkin séu að jafnaði nokkrum árum á undan öðrum löndum heimsins þegar kemur að nýjungum í hjólageiranum og í þessu tilfelli sé það ekkert öðruvísi. Fyrirtækið hafi því einbeitt sér að þeim markaði.

Hann segir að gangi núverandi sölumarkmið upp fyrir þetta ár muni þeir tvöfalda veltu fyrirtækisins milli ára og að stefnan sé sett á þreföldun á næsta ári.

mbl.is

Innlent »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...