Þakkargjörðarmáltíð fyrir 800 manns

Löng biðröð myndaðist við Hámu.
Löng biðröð myndaðist við Hámu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Risavaxin þakkargjörðarhátíð var haldin í Hámu á Háskólatorgi í dag þar sem eldaður var matur fyrir um 800 manns. Í boði voru 150 kíló af hreinu kalkúnakjöti, rúmlega 40 kíló af fyllingu, 50 lítrar af sósu og heill hellingur af sætum kartöflum og öðru meðlæti. Vegan-útgáfa var einnig í boði fyrir þá sem það vildu.

Þetta er annað árið í röð sem Félagsstofnun stúdenta stendur fyrir viðburðinum en í fyrra var eldað fyrir um 500 manns og komust færri að en vildu.

„Það er meira en að segja það að elda svona mat fyrir allan þennan mannfjölda í ekki stærra eldhúsi. Í fyrra sagði Óli yfirkokkur að hann myndi aldrei gera þetta aftur en síðan stóð hann í ströngu í morgun og er búinn að vera að í tvo daga ásamt hinu stórkostlega starfsfólki Hámu,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta.

Starfsólk Hámu hafði í nógu að snúast.
Starfsólk Hámu hafði í nógu að snúast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fordómalaus gagnvart hátíðum annarra þjóða

Rebekka segir þessa hefð afskaplega skemmtilega, þó svo sumir láti það fara í taugarnar á sér þegar Íslendingar taka upp siði annarra þjóða. Hún bendir á að á háskólasvæðinu sé fólk sem komi alls staðar að úr heiminum. „Okkur finnst full ástæða til þess að taka þátt í eins mörgum hátíðum og við getum vegna þess að það er bara skemmtilegt. Við erum algjörlega fordómalaus gagnvart hátíðum annarra þjóða.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún segir viðburð sem þennan góða tilbreytingu fyrir nemendur skólans, sem eru um 12 þúsund talsins, og starfsmennina sem eru í kringum tvö þúsund. Núna styttist í próf og þess vegna sé gaman að gera eitthvað öðruvísi. Þegar nær dregur jólum verður til að mynda boðið upp á purusteik í Hámu. „Í miðju verki eins og núna spyrjum við okkur „hvernig datt okkur þetta í hug?“ en svo kláruðu þetta allir með glans og allir eru sáttir.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Löng röð og allir hæstánægðir

Ólafur Ragnar Eyvindsson yfirmatreiðslumaður segir að allir hafi verið ofboðslega ánægðir með matinn í dag og að röðin hafi náð langt inn á Háskólatorg. Eins og gefur að skilja eru nemendur og kennarar stærsti hluti þeirra sem hafa gætt sér á kræsingunum. Töluvert hefur samt verið um það að gestir og gangandi hafi litið við, þar á meðal útlendingar. Ekki skemmi þar fyrir að verðið er aðeins 1.140 krónur fyrir almenning en 880 krónur fyrir nemendur.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir hefðina skemmtilega og ætlar tvímælalaust að gera þetta aftur á næsta ári þrátt fyrir að hafa sagt í fyrra að hann myndi aldrei leggja í þetta aftur.  „Ég var búinn að gleyma því daginn eftir. Í fyrra var uppselt klukkan hálfeitt þannig að ég bætti bara í núna,“ segir hann hress.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bækurnar sem bóksalar völdu

09:20 Ungfrú Ísland var í fyrsta sæti yfir íslensk skáldverk hjá starfsfólki bókaverslana. Allt sundrast eftir Chinua Achebe hafnaði í fyrsta sæti yfir þýdd skáldverk. Meira »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...