Innanlandsflug liggur niðri

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Allt innanlandsflug liggur niðri og verður ekkert flogið fyrr en í fyrsta lagi undir hádegi. Öllu flugi til og frá Ísafirði í dag hefur verið aflýst en hjá flugfélaginu Erni verður næst flogið á hádegi.

Hjá Air Iceland Connect er von á næstu upplýsingum um flugferðir á vegum félagsins væntanlegar klukkan 10:30.

Hjá Strætó er áætlun á milli Reykjavíkur (Mjóddar) og Hveragerðis/Selfoss/Hvolsvöllur á áætlun. Frekari upplýsingar um áætlun vagnanna vegna veðurs verða uppfærðar reglulega í dag. 

Þjóðvegur 1 er lokaður á Suðausturlandi frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni. Þá er vegurinn um Kjalarnes einnig lokaður sem og Fjarðarheiði. Lokað er á Öxnadalsheiði, Hófaskarði og Hálsum. Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli austur í Vík. Vegur 54 við Hraunsmúla er lokaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert