Felldu tré í óveðrinu

Óveðrið hefur staðið yfir í tvo daga.
Óveðrið hefur staðið yfir í tvo daga. mbl.is/Þorgeir

Kalla þurfti á slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu til að fella tré við heimahús á Nesvegi um hálfellefuleytið í kvöld. Tréð var að rifna upp með rótum vegna hvassviðrisins en slökkviliðinu barst beiðni frá lögreglu um að fara á vettvang. Var þá tréð fellt í samráði við húsráðanda.  

Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum vegna óveðursins og fóru hviður á Kjalarnesi upp í 40 metra á sekúndu. Búist er við hægari vindi á morgun en þá verður enn snjókoma á Norðurlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert