Leiðin fær milli Hvolsvallar og Víkur

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin hefur opnað hringveginn á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal fyrir umferð en hringvegurinn er enn lokaður frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni og víðar á landinu.

Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni. Á Kjalarnesi og á Snæfellsnesi við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarð. Einnig á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Kjalarnesi og Snæfellsnesi verður afar hvasst enn um sinn og hviður allt að 50 m/s.  Líklega lægir heldur upp úr kl. 11 til 12.  SA-lands eru ekki horfur á að lægi að gagni fyrr en eftir kl. 14 til 15 en þar eru staðbundnar hviður, allt að 40-50 metrar á sekúndu, þvert á þjóðveginn. 

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að áfram verði hríð á Norður- og Norðausturlandi í allan dag.

Lokað er á eftirtölum stöðum: Þjóðvegur 1 frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni. Á Kjalarnesi og á Snæfellsnesi við Hraunsmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Hófaskarð, Einnig er lokað fyrir umferð á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Færð á vegum 

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en mjög hvasst á flestum leiðum. Lokað er á Kjalarnesi.

Suðurland: Víðast hvar greiðfært en mjög hvasst á flestum leiðum. 

Vesturland: Hálkublettir og éljagangur er á flestum leiðum og mjög hvasst. Lokað er á sunnanverðu Snæfellsnesi á milli Fróðárheiði og Vatnaleiðar.

Vestfirðir: Snjóþekja eða hálkublettir er á flestum leiðum. Allhvasst er víða. Þæfingur og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði og ekkert ferðaveður. Stórhríð er á Þröskuldum. Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði eru lokaðar. Ófært er á Klettsháls.

Norðurland:  Lokað er á Öxnadalsheiði og Víkurskarði en ófært í Ljósavatnsskarði. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi og á milli Dalvíkur og Akureyrar einnig á Grenivíkurvegi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á velflestum leiðum. Þungfært og stórhríð er í Ólafsfjarðarmúla.

Norðausturland: Lokað er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum einnig á Vopnafjarðarheiði og Hófaskarði. Hálka eða snjóþekja og snjókoma og skafrenningur er á allflestum leiðum.

Austurland: Víða snjóþekja eða hálkublettir. Ófært er á Vatnskarði eystra. Lokað er á Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Suðausturland: Vegir eru auðir en sums staðar nokkuð hvasst og byljótt. Þjóðvegur 1 er lokaður frá Gígjukvísl í Jökulsárlón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert