„Undir þeim komið að axla ábyrgð“

„Siðferðiskennd manna er sannarlega mismunandi og hvort þeir axli pólitíska eða siðferðilega ábyrgð er undir þeim komið,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins um þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins.

Hún vill ekki svara því hvort hún kalli eftir því afsögnum vegna málsins fyrr en efnisleg meðferð hefur farið fram í forsætisnefnd og siðferðsnefnd þingsins.

mbl.is ræddi við Ingu stuttu eftir fund hennar með Oddnýu Harðardóttur og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ur, þingmanns Fram­sókn­ar­flokks­ins vegna ummæla þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á barnum Klaustri 20. nóvember þar sem m.a. farið var niðrandi orðum um þær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina