Umferð gengið hægt en óhappalaust

Umferð hefur gengið mjög hægt og fólk tekið tillit til …
Umferð hefur gengið mjög hægt og fólk tekið tillit til þeirra sem eru að hreinsa. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Umferð hefur gengið hægt en vel á Akureyri það sem af er degi, en þar er þungfært vegna mikils snjós. Engin umferðaróhöpp hafa komið á borð lögreglunnar á Akureyri í dag samkvæmt Sigurði Sigurðssyni aðalvarðstjóra.

„Það hefur verið mikil ófærð og það er verið að ryðja úti um allan bæ. Umferð hefur gengið mjög hægt og fólk tekið tillit til þeirra sem eru að hreinsa, það er trúlega þess vegna sem þetta hefur gengið slysalaust,“ segir Sigurður.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Í morgun var ófært innanbæjar fyrir fólksbíla og segir Sigurður að líklega sé enn ekki orðið fært allsstaðar, svo sem í íbúðagötum.

Lögreglan hefur engum ófærðartengdum verkefnum sinnt innanbæjar síðan í nótt, en að sögn Sigurðar hefur lögregla þó gripið inn í og aðstoðað þar sem þess hefur verið þörf.

mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert