„Mér finnst það svo sorglegt“

Sumir voru reiðir og aðrir voru sorgmæddir á Austurvelli í ...
Sumir voru reiðir og aðrir voru sorgmæddir á Austurvelli í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum hér að mótmæla því að það voru karlmenn úti í bæ sem voru að tala illa um allar konur og líka fatlaðar konur. Það þarf að breyta þessum viðhorfum algjörlega núna á stundinni,“ sagði Steinunn Ása Þorvaldsdóttir í samtali við mbl.is á Austurvelli fyrr í dag.

Steinunn Ása var ein af fjölmörgum sem mættu fyrir framan Alþingishúsið fyrr í dag til að krefjast afsagnar Klaustursþingmannanna svokölluðu í kjölfar fréttaflutnings síðustu daga þar sem greint var frá niðrandi orðum sem þingmenn létu m.a. falla um konur, fatlaða og samkynhneigða.

Að mati Steinunnar bera allir sex þingmenn sem voru á staddir á Klaustur og tóku þátt í umræðunum jafnmikla ábyrgð þó að þeir hafi talað á misjöfnum nótum. Henni fannst þó alvarlegast hvernig umræðan var um Freyju Haraldsdóttur.

„Já það er [alvarlegast] varðandi hvernig talað er um fatlaðar konur og hvernig fólk hugsar um fatlað fólk. Mér finnst það svo sorglegt. Því er verr og miður,“ sagði Steinunn Ása einnig.

„Algjörlega“ svaraði Steinunn Ása Þorvaldsdóttir um það hvort þingmenn ættu ...
„Algjörlega“ svaraði Steinunn Ása Þorvaldsdóttir um það hvort þingmenn ættu að segja af sér vegna Klausturmálsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opinberar spillingu og valdníðslu

„Ég er hér til að mótmæla hatursfullri orðræðu gegn jaðarhópum: konum, fötluðum og samkynhneigðum. Ég get ekki liðið svona umræðu og allra síst frá þeim sem telja sig stjórna landinu,“ sagði fjölmiðlamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi Sigmundur Ernir Rúnarsson í samtali við mbl.is.

„Við erum að verða vitni að svo ógeðslegri umræðu að það tekur engu tali. Ég sem karlmaður tek þetta náttúrulega til mín og get ekki liðið að kynbræður mínir hagi sér með þessum hætti,“ sagði hann einnig og bætti því við að hann hefði aldrei orðið vitni að annarri slíkri umræðu á ferli sínum sem þingmaður þótt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefði sagt slíka umræðu algengari en margir vilja viðurkenna.

„Nafni minn hefur bara verið óheppinn með félagsskap. Ég hef verið á mörgum karlakvöldum og alls konar þorrablótum þar sem menn hafa verið í hópi kynbræðra sinna og þeir hafa ekki leyft sér að tala í námunda við þetta jafnvel þó þeir séu einir saman í hóp með körlum og dauðadrukknir í þokkabót.“

Þá sagði hann Klausturmálið vera öðruvísi en önnur stór og umdeild mál sem hafa komið upp á undanförnum árum því það „opinberar valdníðslu, opinbera spillingu og vissa tegund af popúlisma.“

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur upplifað ýmislegt en sagðist aldrei hafa ...
Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur upplifað ýmislegt en sagðist aldrei hafa upplifað eins umræðu eins og þá sem átti sér stað á barnum Klaustur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hrokafullur Sigmundur Davíð

„Við erum í fyrsta lagi að mótmæla því að það eru ákveðnir einstaklingar, eins og Sigmundur Davíð, sem hafa ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og raunveruleg ábyrgð hefur ekki verið öxluð,“ sagði Elísabet Brynjarsdóttir í samtali við mbl.is.

„Ég tek undir það,“ sagði Ingiríður Halldórsdóttir og bætti því við að fólk sem ætti að vera stunda hagsmunagæslu fyrir Íslendinga ætti ekki að láta úr sér slíka fordóma og fávisku líkt og raun bar vitni.

„Þetta er ekkert nema hroki, og sérstaklega hjá Sigmundi Davíð, að reyna spinna sig út úr þessu með samsæriskenningum og vitleysu og sjá ekki sóma sinn að vera löngu búinn að segja af sér,“ bætti Ingiríður við.

Ingiríður Halldórsdóttir og Elísabet Brynjarsdóttir.
Ingiríður Halldórsdóttir og Elísabet Brynjarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elísabet og Ingiríður töldu báðar að allir sex þingmenn ættu að segja af sér vegna málsins en einnig að mikilvægt væri að allir alþingismenn myndu læra af þessu máli og standa sig betur í framtíðinni en þeir sex sem sátu á Klaustri.

Öll ummælin sem birtust á upptökunum voru jafnalvarleg að þeirra mati og þeim þótti ekkert sérstaklega verra en annað. „Þetta voru viðbjóðsleg ummæli í garð fatlaðra, kvenna og hinsegin fólks,“ sagði Elísabet.

„Hatursorðræða er alltaf jafnalvarleg sama hver beitir henni eða hvernig það kemur út,“ bætti Ingiríður við.

Frá Austurvelli fyrr í dag.
Frá Austurvelli fyrr í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Guðni kvartar ekki yfir Hatara

Í gær, 21:08 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í Kanada að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi þegar hljómsveitin Hatari steig á svið í Eurovision í gærkvöldi. „Þeir kunna að láta á sér bera,“ segir forsetinn um alræmt uppátæki þeirra með palestínska fánann. Meira »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

Í gær, 20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

Í gær, 20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

Í gær, 19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

Í gær, 19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

Í gær, 19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

Í gær, 18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

Í gær, 18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

Í gær, 17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

Í gær, 16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

Í gær, 16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

Í gær, 16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

Í gær, 15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

Í gær, 14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

Í gær, 14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

Í gær, 13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

Í gær, 13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

Í gær, 11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »
fágætar bækur til sölu
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...