Hefði átt að stöðva samsætið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vanlíðan þingmannanna sem komu við sögu á barnum Klaustri í síðustu viku vera mikla. Hann segist ætíð hafa reynt að forðast persónuníð og að hann hafi aldrei notað blótsyrði síðan hann var barn.

Þetta kemur fram í tilkyninningu sem hann sendi félögum sínum í Miðflokknum. Þar kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hafi tekið sér leyfi frá störfum.

„Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrrnefnt samsæti þegar það þróaðist með þeim hætti sem það gerði. Sem formaður flokksins var það mitt að gera það frekar en annarra. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

„Frá því ég hóf þátttöku í pólitík eru fjölmörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óviðeigandi umræður. Ég hef setið ótalsinnum með fulltrúum ólíkra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.“

Hann bætir við að honum hafi þótt það til marks um hræsni þegar fólk sem hann hefur heyrt segja ógeðfellda hluti um félaga sína og grófa brandara stíga núna fram uppfullt af vandlætingu. „Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. Þó er mikilvægt að setja þetta í samhengi ef við ætlum raunverulega að laga þetta ástand.“

„Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti.“

Hann segir iðrun þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hafa tekið sér leyfi frá störfum, mikla og einlæga og vonar að þeim verði fyrirgefið með tímanum.

Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir í samtali við mbl.is að ekki standi til að þau Sigmundur Davíð eða Anna Kolbrún Árnadóttir taki sér leyfi frá störfum líkt og Gunnar Bragi og Bergþór hafa gert.

Hefur ekki íhugað stöðu sína

Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Sigmundur Davíð ekki hafa íhugað stöðu sína: „Ég hef ekki velt því fyrir mér. Ef sú værir raunin, eins og einhver orðaði það að menn almennt stígi til hliðar eftir að hafa setið við svona umræður, væri orðinn þunnur bekkur á Alþingi, það væru fáir eftir,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki að réttlæta umræddan fund né aðra fundi sem hann hefur setið.

Bréf Sigmundar Davíðs í heild sinni:

Kæru félagar og vinir

Ég veit að undanfarnir dagar hafa reynt mikið á ykkur og það þykir mér einstaklega leitt.

Þingmenn flokksins eru miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einkasamtölum sem gerð hafa verið opinber undanfarna daga. Sumt af því sem reyndist hafa verið sagt kom jafnvel þeim sem sögðu það á óvart. Þar var m.a. um að ræða orð sem menn töldu að þeir myndu aldrei taka sér í munn.

Það góða fólk sem skipar flokkinn okkar átti það svo sannarlega ekki skilið að þurfa að hlusta á slíkt tal frá þingmönnum sínum.

Vanlíðan þeirra þingmanna sem komu við sögu hefur verið mikil. Fyrst og fremst yfir því að hafa brugðist ykkur og sjálfum sér.

Ljóst er að þetta kallar á mikið endurmat eins og ég útskýri hér að neðan.

Ég var alinn upp við að maður eigi að sýna einstaklingum virðingu og hef ætíð reynt að forðast persónuníð þrátt fyrir að hart sé tekist á í pólitíkinni. Ég hef aldrei notað blótsyrði frá því að ég var barn og lofaði ömmu minni að ég myndi ekki taka mér þau orð í munn. Auk þess er ég almennt feiminn við gróft tal þótt eflaust hafi komið fyrir að ég hafi hætt mér út í slíkt tal við vissar aðstæður.

Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrrnefnt samsæti þegar það þróaðist með þeim hætti sem það gerði. Sem formaður flokksins var það mitt að gera það frekar en annarra. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. Frá því ég hóf þátttöku í pólitík eru fjölmörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óviðeigandi umræður. Ég hef setið ótalsinnum með fulltrúum ólíkra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.

Slík samsæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í pólitík og af sögum eldri þingmanna að dæma miklu lengur. Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.

Vissulega er það sem sagt er í einkasamtölum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. Ummæli geta verið sett fram í öðrum tilgangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýnast eða villa um fyrir öðrum. Fólk sem engum er illa við er jafnvel gagnrýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræðunni. Tilhneigingin þingmanna á þessum samkomum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það réttlætir þó ekki slíkar umræður.

Mér hefur þótt það til marks um einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.

Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. Þó er mikilvægt að setja þetta í samhengi ef við ætlum raunverulega að laga þetta ástand.

Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti.

Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.

Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun. Leggja línurnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátttöku í skemmtunum og öðrum viðburðum, meðferð áfengis og aðra þá hluti sem vonandi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi stjórnmálanna.

Starf flokksins, þau málefni sem við berjumst fyrir og árangurinn sem við höfum náð til þessa er það mikilvægur að við megum aldrei aftur láta óásættanlega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opinberum vettvangi eða í einkasamkvæmum.

Þið flokksmenn, sem hafið unnið undravert starf á liðnu ári eigið skilið að fulltrúar ykkar sýni af sér sæmd og fyrirmyndar framkomu hvar sem þeir koma. Vonandi getum við með því, og lærdómnum af því sem við höfum upplifað, haft góð áhrif á allt stjórnmálastarf á Íslandi.

Með einlægri vinsemd og þakklæti,

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sífellt fleiri sækja í léttari jólamat

08:18 Íslendingar eru fastheldnir á hefðir þegar kemur að jólamatnum. Í ár verður hamborgarhryggur og hangikjöt víða á borðum en þó virðast æ fleiri tilbúnir að prófa eitthvað nýtt. Meira »

Vilja heimakennslu vegna slæms ástands vegarins

07:57 Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra, lagði fram erindi, að beiðni foreldra, á fundi byggðaráðs Húnaþings um greiðslu vegna heimakennslu barna. Meira »

Reykhólaleið talin vænlegust

07:37 Niðurstöður valkostagreiningar verkfræðistofu á Vestfjarðavegi um Reykhólahrepp benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti leiðarvalskosturinn. Það er leiðin sem norska verkfræðistofan Multiconsult lagði til í júní. Meira »

Lægðirnar koma í röðum

06:57 Útlit er fyrir allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu og í kvöld og nótt fer miðja lægðar yfir landið. Á morgun nálgast síðan næsta lægð úr suðri. Um helgina geta landsmenn huggað sig við það að veðrið verður heilt yfir rólegra en það hefur verið í vikunni. Meira »

Loðdýrabúum fækkar hratt

06:47 Fimm minkabændur hafa hætt rekstri frá því í nóvember og eru einungis 13 loðdýrabú eftir á landinu en voru flest 240 talsins á níunda áratugnum, að því er fram kemur í frétt Bændablaðsins í dag. Meira »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Biðja fyrir frekari snjókomu og frosti

05:30 „Um leið og það kemur smá klaki niðri í bæ þá heldur fólk að það sé snjólaust í fjallinu. Svo er ekki og við verðum með opið í dag,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...