Engin formleg skoðun hjá lögreglunni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekið Klaustursupptökurnar til formlegrar skoðunar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að lögreglunni hafi borist ábendingar frá borgurum vegna málsins.

Að sögn RÚV hefur lögfræðingur lögreglunnar farið yfir ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna loforða um sendiherrastöðu.

Sigríður Björk segir að ef forsætisnefnd Alþingis vísar málinu til lögreglunnar verður það tekið til skoðunar eins og allt annað en nefndin fundar í fyrramálið.

Ástæða þess að lögreglan hefur ekki tekið mál Gunnars Braga til skoðunar sjálf er að ekki virðist vera skylda að auglýsa sendiherrastöður samkvæmt lögum.

Í Silfrinu á RÚV kallaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, eftir því að málið yrði rannsakað með hliðsjón af 128. grein hegningarlaga. Hún fjallar um viðurlög við spillingu opinberra starfsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert