Helstríð og dauðateygjur feðraveldisins

Þorgerður Þorvaldsdóttir flutti ávarpið Löglegt en siðlaust.
Þorgerður Þorvaldsdóttir flutti ávarpið Löglegt en siðlaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessu stríði karlmennskunnar getur ekki lokið nógu fljótt,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, á málþinginu Minna hot í ár sem fram fór í Veröld – húsi Vigdísar, í dag.

Silja Bára sagði Klausturmálið dæmi um helstríð og dauðateygjur feðraveldisins og minnti á að hefðir væru sterkastar þegar þær væru við það að bresta.

Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir málþinginu, sem fjallaði um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þar var meðal annars fjallað um hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna.

Silja Bára var meðal frummælenda á málþinginu, en rauði þráðurinn í erindum dagsins var plássið sem konur fá, eða fá ekki, innan stjórnmálanna og ógnin sem feðraveldinu stafar af konum. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, minnti sem dæmi á það að í hvorki í Aðalbyggingu Háskóla Íslands né í Alþingishúsinu hafi verið gert ráð fyrir konum því þar voru engar kvennasnyrtingar.

Orð eru til alls fyrst

Nokkrir frummælendur gagnrýndu viðbrögð við Klaustursmálinu, og sagði Þorgerður Þorvaldsdóttir, doktor í kynjafræði, að forseti Alþingis hafi gefið sexmenningunum fjarvistarsönnun með því að segja ummæli þeirra sögð „í óráðshjali“. Þá benti hún á að orð væru til alls fyrst, því að hatursglæpi megi alltaf rekja til hatursorðræðu.

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild HÍ, velti upp spurningu sem margir á athugasemdakerfum íslensku vefmiðlanna hafa velt fyrir sér í kjölfar Klaustursmálsins. „Er bannað að segja það sem manni finnst?“, en Henry sagði þetta sýna ákveðinn skort á skilningi í íslensku samfélagi.

Skyldur kjörinna fulltrúa margvíslegar

Sagði hann að flestum störfum fylgdu hlutverk og tækifæri, skurðlæknar mættu stinga hnífum í fólk, en að réttindum fylgdu skyldur, og að skyldur kjörinna fulltrúa væru margvíslegar. Þeim bæri meðal annars, og einna helst, skylda til þess að tileinka sér jafnréttissjónarmið. Henry sagði miður að lítið væri hægt að gera í orðræðunni sem þingmennirnir viðhöfðu, en að mikilvægt væri að auka skilning.

Hátíðarsalurinn í Veröld var þétt setinn.
Hátíðarsalurinn í Veröld var þétt setinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að erindum loknum tóku við pallborðsumræður þeirra Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Þorsteins Víglundssonar, alþingismanns og fyrrverandi jafnréttisráðherra, Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar Alþingis, Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingismanns og Ingu Bjarkar Margrétar Bjarkadóttur, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Líf og limir fatlaðra í hættu

„Líf okkar og limir eru í hættu þegar Alþingismenn leyfa sér að tala svona,“ sagði Inga Björk og benti á að ummæli þingmannanna væru ekki bara orð í augum fatlaðs fólks, því þarna færi fólk sem réði því hvaða þjónustu fatlað fólk fengi.

Hún sagði mikilvægt að ummælin og orðræðan hafi komið upp á yfirborðið, enda sé þetta í fyrsta sinn sem samfélagið allt taki undir að ekki sé í lagi að tala svona um fatlað fólk. „Þetta er í fyrsta sinn sem samfélagið tekur upp hanskann fyrir Freyju [Haraldsdóttur].“

Frá pallborðsumræðum.
Frá pallborðsumræðum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Í gær, 14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Í gær, 13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

Í gær, 12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Í gær, 11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

Í gær, 11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

Í gær, 10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

Í gær, 08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

Í gær, 08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

Í gær, 08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

Í gær, 07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...