Helstríð og dauðateygjur feðraveldisins

Þorgerður Þorvaldsdóttir flutti ávarpið Löglegt en siðlaust.
Þorgerður Þorvaldsdóttir flutti ávarpið Löglegt en siðlaust. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessu stríði karlmennskunnar getur ekki lokið nógu fljótt,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í alþjóðasamskiptum, á málþinginu Minna hot í ár sem fram fór í Veröld – húsi Vigdísar, í dag.

Silja Bára sagði Klausturmálið dæmi um helstríð og dauðateygjur feðraveldisins og minnti á að hefðir væru sterkastar þegar þær væru við það að bresta.

Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands stóðu fyrir málþinginu, sem fjallaði um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaumræðu. Þar var meðal annars fjallað um hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna.

Silja Bára var meðal frummælenda á málþinginu, en rauði þráðurinn í erindum dagsins var plássið sem konur fá, eða fá ekki, innan stjórnmálanna og ógnin sem feðraveldinu stafar af konum. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, minnti sem dæmi á það að í hvorki í Aðalbyggingu Háskóla Íslands né í Alþingishúsinu hafi verið gert ráð fyrir konum því þar voru engar kvennasnyrtingar.

Orð eru til alls fyrst

Nokkrir frummælendur gagnrýndu viðbrögð við Klaustursmálinu, og sagði Þorgerður Þorvaldsdóttir, doktor í kynjafræði, að forseti Alþingis hafi gefið sexmenningunum fjarvistarsönnun með því að segja ummæli þeirra sögð „í óráðshjali“. Þá benti hún á að orð væru til alls fyrst, því að hatursglæpi megi alltaf rekja til hatursorðræðu.

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild HÍ, velti upp spurningu sem margir á athugasemdakerfum íslensku vefmiðlanna hafa velt fyrir sér í kjölfar Klaustursmálsins. „Er bannað að segja það sem manni finnst?“, en Henry sagði þetta sýna ákveðinn skort á skilningi í íslensku samfélagi.

Skyldur kjörinna fulltrúa margvíslegar

Sagði hann að flestum störfum fylgdu hlutverk og tækifæri, skurðlæknar mættu stinga hnífum í fólk, en að réttindum fylgdu skyldur, og að skyldur kjörinna fulltrúa væru margvíslegar. Þeim bæri meðal annars, og einna helst, skylda til þess að tileinka sér jafnréttissjónarmið. Henry sagði miður að lítið væri hægt að gera í orðræðunni sem þingmennirnir viðhöfðu, en að mikilvægt væri að auka skilning.

Hátíðarsalurinn í Veröld var þétt setinn.
Hátíðarsalurinn í Veröld var þétt setinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að erindum loknum tóku við pallborðsumræður þeirra Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Þorsteins Víglundssonar, alþingismanns og fyrrverandi jafnréttisráðherra, Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Halldóru Mogensen, formanns velferðarnefndar Alþingis, Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingismanns og Ingu Bjarkar Margrétar Bjarkadóttur, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Líf og limir fatlaðra í hættu

„Líf okkar og limir eru í hættu þegar Alþingismenn leyfa sér að tala svona,“ sagði Inga Björk og benti á að ummæli þingmannanna væru ekki bara orð í augum fatlaðs fólks, því þarna færi fólk sem réði því hvaða þjónustu fatlað fólk fengi.

Hún sagði mikilvægt að ummælin og orðræðan hafi komið upp á yfirborðið, enda sé þetta í fyrsta sinn sem samfélagið allt taki undir að ekki sé í lagi að tala svona um fatlað fólk. „Þetta er í fyrsta sinn sem samfélagið tekur upp hanskann fyrir Freyju [Haraldsdóttur].“

Frá pallborðsumræðum.
Frá pallborðsumræðum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »