Hver tengdi sel við Freyju?

Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins. Eggert Jóhannesson

Talsvert hefur verið fjallað um hljóð, sem líkist hljóði sels, sem heyrist á upptöku af tali sex þingmanna á barnum Klaustri þegar Freyja Haraldsdóttir, sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðs fólks, kom til tals.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði í viðtali á Stöð 2 í fyrrakvöld að um væri að ræða eitthvert umhverfishljóð, annaðhvort væri verið að draga til stól eða hugsanlega hefði reiðhjól bremsað fyrir utan glugga Klausturs og sagðist ekki kannast við að neinn viðstaddra hefði vísvitandi gefið frá sér selahljóð.

Í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag tekur Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins undir þetta. Hún er einn sexmenninganna úr hópi þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins sem fóru óvarlegum orðum um samstarfsfólk sitt og aðra á barnum Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn. 

Í viðtalinu ræðir hún m.a. það sem gerðist á Klaustri þetta kvöld, vinnumenninguna á Alþingi og atburði undanfarinna daga.

Kom ekki úr barka neins þingmannanna

„Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr Anna Kolbrún.

Kom þetta hljóð úr barka einhvers ykkar þingmannanna? „Nei, ég veit ekki til þess.“

mbl.is