Lögregla rannsakar eldsupptök

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er íbúðarhúsið illa farið …
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er íbúðarhúsið illa farið eða jafnvel ónýtt. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsókn lögreglu vegna elds sem kom upp á Vesturgötu í Reykjavík síðdegis í gær stendur enn yfir og gengur vel fyrir sig, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa.

Tilkynnt var um eld í íbúðarhúsi við Vesturgötu á fimmta tímanum í gær. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og þegar þangað var komið reyndist eldurinn vera í bakhúsi. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er íbúðarhúsið, sem bakhúsið tengist, illa farið eða jafnvel ónýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert