Táknrænt fyrir skort á reisn feðraveldisins

Turn eða ris styttunnar hefur brotnað af.
Turn eða ris styttunnar hefur brotnað af. mbl.is/Hari

„Kannski er það táknrænt að þarna missti feðraveldið mestu reisnina og eftir situr betri helmingur verksins sem hinn kvenlegi hafmeyjusporður,“ segir Steinunn Gunnlaugdóttir listakona um þýðingu þess að verk hennar Litla hafpulsan hafi misst „liminn“ og það einmitt viku eftir að Klausturmálið komst í hámæli.

Síðastliðin vika hefur einkennst af harðri gagnrýni á Klausturþingmenn meðal annars vegna karlrembu ummæla sem einhverjir þeirra létu falla. Steinunn segir auðveld að sjá tengingu milli þess að Litla hafpulsan hafi misst reisn sína og að karlrembu hefur verið sagt stríð hendur með afgerandi hætti sl. viku.

Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona.
Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona. Ljósmynd/Aðsend

„Það er mjög auðvelt að sjá hana í því samhengi og kannski liggur það beint við. Þetta Klausturdæmi er náttúrulega getur maður sagt einhvers konar hátindur á baráttu og vilja til breytinga í samfélaginu síðustu 6-7 ár,“ segir Steinunn í samtali við mbl.is.

Þó að „betri helmingur“ verksins standi eftir, þ.e. hafmeyjusporðurinn að sögn Steinunnar vill hún „á sama tíma líma liminn aftur á búkinn því þetta er heild,“ segir hún einnig og bætir við:

„Samfélagið er bæði karlar og konur og það er ekkert hægt að skera karlmennskuna eða jafnvel karlrembuna burt. Þetta er bara spurningu um að það þurfi að gera vissar breytingar og sá sem er svona rosalega reistur þurfi samt ekki að lítur niður á hina.

Steinunn er ekki á landinu og frétti því af skemmdunum með skilaboðum nú fyrr í morgun. Hún lítur ekki á svo á að um fjárhagslegt tjón sé að ræða og er ekki sorgmædd.

„Nei nei, þetta er hluti af því að gera listaverk og setja þau út í almenningsrými. Ég kýs að hugsa ekki um hlutina frá þannig [fjárhagslegum] pælingum. Það er svo erfitt að meta listaverk og sú saga, að listaverk sé skemmt eða skemmist, hún þarf ekki að eyðileggja gildi verksins,“ útskýrir hún.

Hún stefnir á að laga styttuna með því að „nota þessa japönsku aðferð að gylla sárið og heiðra þessa lífsreynslu.“

Kannski tákrænt fyrir atburði síðustu daga, segir Steinunn Gunnlaugsdóttir.
Kannski tákrænt fyrir atburði síðustu daga, segir Steinunn Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert