Brynhildur fékk verðlaun Ásu G. Wright

Brynhildur tekur við verðlaunum Ásu Wright.
Brynhildur tekur við verðlaunum Ásu Wright. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hlaut í gær heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu. Brynhildur fékk verðlaunin fyrir brautryðjendastarf sitt í rannsóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þróun orkukerfa og á sviði loftslagsmála. Hún hefur m.a. rannsakað samspil umhverfis og lífríkis og áhrif mannanna á hvort tveggja.

Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt þeim íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert