Samræður um viðskipti við Rússland

Frá Moskvu.
Frá Moskvu. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu, tilkynnti um stofnun sameiginlegs viðskiptavettvangs á milli íslenskra og rússneskra fyrirtækja í móttöku sem haldin var í vikunni í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Einnig var minnst 75 ára stjórnmálatengsla á milli Íslands og Rússlands en í miðri heimstyrjöldinni síðari, haustið 1943, var tekið upp stjórnmálasamband á milli Íslands og Sovétríkjanna.

Berglind sagði í ávarpi sínu að viðurkenning Sovétríkjanna hefði verið mikils virði fyrir unga þjóð. „Alla tíð síðan hafa samskipti landanna skipað veglegan sess í utanríkisstefnu Íslands. Tvíhliða samskipti ríkjanna á dögum kaldastríðsins voru yfirleitt góð og um margt nánari en gerðist í samskiptum austurs og vesturs,“ sagði Berglind.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert