Sjaldgæfari munir boðnir upp

Friðrik Ragnarsson með nokkra af þeim munum sem verða til …
Friðrik Ragnarsson með nokkra af þeim munum sem verða til sölu. Fremst má sjá platta sem tilheyra seríu sem kallast Jörð-vatn-elur-loft og eru eftir Alfreð Flóka. Byrjunarboð er 60.000 kr. Friðrik segir fyrirhugað að fjölga uppboðum á vegum verslunarinnar. mbl.is/Eggert

Jólauppboð Góða hirðisins er orðið fastur liður í lífi margra en undir lok árs eru sjaldgæfir og verðmætari hlutir sem borist hafa í nytjagámana settir á uppboð sem tónlistarmaðurinn KK, Kristján Kristjánsson, stýrir. Uppboðið fer fram nú um helgina, laugardaginn 8. desember kl. 13, og rennur ágóðinn óskiptur til Ljónshjarta, samtaka sem styðja ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Hugmyndin kom upphaflega frá KK, sem hefur alla tíð gefið vinnu sína og hafa ýmis smærri góðgerðarfélög notið ágóðans af þessum uppboðum síðustu árin.

Verðmæti sem þessi dúkka stundum upp en þetta er skotthúfa …
Verðmæti sem þessi dúkka stundum upp en þetta er skotthúfa með silfurhólki. mbl.is/Eggert


„Á uppboðið fer eitthvert sérstakt, sjaldgæft og gamalt dót sem hefur komið til okkar yfir árið, við tökum það til hliðar og veljum svo úr hlutunum, í ár eru það 40 hlutir sem eru boðnir upp af öllum toga,“ segir Friðrik Ragnarsson, verslunarstjóri Góða hirðisins. „Gömul leikföng og barnabækur kveikja í fólki, höfða til nostalgíunnar í okkur, og raftæki sem virka enn þrátt fyrir aldur, en í ár erum við með nærri fjörutíu ára gamla Pac-Man-tölvu, frá 1981, sem virkar vel.“

Kertastjaki eftir Guðmund frá Miðdal en nokkur verk eftir hann …
Kertastjaki eftir Guðmund frá Miðdal en nokkur verk eftir hann verða boðin upp. mbl.is/Eggert

Árlega hefur upphæðin sem safnast hefur verið frá 300-700 þúsund en uppboðin eru klukkutíma löng svo það borgar sig að vera tímanlega en það er mikil stemning sem myndast á uppboðinu þar sem KK leikur af fingrum fram sem uppboðsstjóri. Af þeim hlutum sem til sölu eru má sjá nokkra hér til hliðar en talsvert af munum á uppboðinu eru listmunir eftir Guðmund frá Miðdal og má þá einnig nefna gamla klukku frá hinum þekkta svissnesk-þýska framleiðanda Jaeger-lecoultre og 8 mm sýningarvél frá Bell og Howell.

Kross-stóllinn kallast þetta þekkta húsgagn Fredriks Kayser frá 1955. Byrjunarboð …
Kross-stóllinn kallast þetta þekkta húsgagn Fredriks Kayser frá 1955. Byrjunarboð er 120.000 kr. mbl.is/Eggert
Mynd gerð úr mannshári, líklega eftir Karítas Hafliðadóttur. Samkvæmt því …
Mynd gerð úr mannshári, líklega eftir Karítas Hafliðadóttur. Samkvæmt því sem stendur aftan á myndinni er hárið úr heilli fjölskyldu á Akureyri, hjónunum Gunnari Sigurgeirssyni, Önnu Jónsdóttur og börnunum þeirra sem öll eru látin. mbl.is/Eggert
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert