Sjaldgæfari munir boðnir upp

Friðrik Ragnarsson með nokkra af þeim munum sem verða til ...
Friðrik Ragnarsson með nokkra af þeim munum sem verða til sölu. Fremst má sjá platta sem tilheyra seríu sem kallast Jörð-vatn-elur-loft og eru eftir Alfreð Flóka. Byrjunarboð er 60.000 kr. Friðrik segir fyrirhugað að fjölga uppboðum á vegum verslunarinnar. mbl.is/Eggert

Jólauppboð Góða hirðisins er orðið fastur liður í lífi margra en undir lok árs eru sjaldgæfir og verðmætari hlutir sem borist hafa í nytjagámana settir á uppboð sem tónlistarmaðurinn KK, Kristján Kristjánsson, stýrir. Uppboðið fer fram nú um helgina, laugardaginn 8. desember kl. 13, og rennur ágóðinn óskiptur til Ljónshjarta, samtaka sem styðja ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. Hugmyndin kom upphaflega frá KK, sem hefur alla tíð gefið vinnu sína og hafa ýmis smærri góðgerðarfélög notið ágóðans af þessum uppboðum síðustu árin.

Verðmæti sem þessi dúkka stundum upp en þetta er skotthúfa ...
Verðmæti sem þessi dúkka stundum upp en þetta er skotthúfa með silfurhólki. mbl.is/Eggert


„Á uppboðið fer eitthvert sérstakt, sjaldgæft og gamalt dót sem hefur komið til okkar yfir árið, við tökum það til hliðar og veljum svo úr hlutunum, í ár eru það 40 hlutir sem eru boðnir upp af öllum toga,“ segir Friðrik Ragnarsson, verslunarstjóri Góða hirðisins. „Gömul leikföng og barnabækur kveikja í fólki, höfða til nostalgíunnar í okkur, og raftæki sem virka enn þrátt fyrir aldur, en í ár erum við með nærri fjörutíu ára gamla Pac-Man-tölvu, frá 1981, sem virkar vel.“

Kertastjaki eftir Guðmund frá Miðdal en nokkur verk eftir hann ...
Kertastjaki eftir Guðmund frá Miðdal en nokkur verk eftir hann verða boðin upp. mbl.is/Eggert

Árlega hefur upphæðin sem safnast hefur verið frá 300-700 þúsund en uppboðin eru klukkutíma löng svo það borgar sig að vera tímanlega en það er mikil stemning sem myndast á uppboðinu þar sem KK leikur af fingrum fram sem uppboðsstjóri. Af þeim hlutum sem til sölu eru má sjá nokkra hér til hliðar en talsvert af munum á uppboðinu eru listmunir eftir Guðmund frá Miðdal og má þá einnig nefna gamla klukku frá hinum þekkta svissnesk-þýska framleiðanda Jaeger-lecoultre og 8 mm sýningarvél frá Bell og Howell.

Kross-stóllinn kallast þetta þekkta húsgagn Fredriks Kayser frá 1955. Byrjunarboð ...
Kross-stóllinn kallast þetta þekkta húsgagn Fredriks Kayser frá 1955. Byrjunarboð er 120.000 kr. mbl.is/Eggert
Mynd gerð úr mannshári, líklega eftir Karítas Hafliðadóttur. Samkvæmt því ...
Mynd gerð úr mannshári, líklega eftir Karítas Hafliðadóttur. Samkvæmt því sem stendur aftan á myndinni er hárið úr heilli fjölskyldu á Akureyri, hjónunum Gunnari Sigurgeirssyni, Önnu Jónsdóttur og börnunum þeirra sem öll eru látin. mbl.is/Eggert
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...