Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Sigurjón náði góðum árangri á mótinu og hafnaði í þriðja ...
Sigurjón náði góðum árangri á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í elítuflokki. Í heild tóku 500 manns hvaðanæva úr heiminum þátt í mótinu, Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Ernir Sturluson, hlaupari, hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Hann náði tíu hringjum og 250 hindrunum í hlaupinu, en samtals hljóp hann 115,5 kílómetra með 5,5 kílómetra hækkun, á tímanum 21:20:47. Hann hljóp í elítuflokki ásamt 82 öðrum hlaupurum hvaðanæva úr heiminum, en það var Bandaríkjamaðurinn Ryan Atkins sem hafnaði í fyrsta sæti í hlaupinu. 

„Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón stálsleginn eftir 115 kílómetra hlaupið.

Hlaupið er margslungið. Keppendur hlaupa í náttúrunni, gera margar þrautir á leiðinni og fá varla að hvíla sig. Þeir hafa 24 klukkutíma til að hlaupa á sínum besta tíma, en mega þó hvíla sig í Hamrahöllinni á milli hringja, að hámarki einn klukkutíma í senn. Stór hluti hlauparanna gaf sér ekki tíma í slíkt og hvíldi sig jafnan í 3 mínútur og lagði síðan af stað í næsta hring.

Sigurjón segir keppendur hafa talað um að hlaupið í ár hafi verið erfiðasta hindrunarhlaup sem þeir hefðu tekið þátt í. Í byrjun er hlaupið upp á fjall, í 250 metra hæð, sem tekur ansi á fótunum að sögn Sigurjóns.

„Svo fórum við niður fjallið í fljúgandi hálku – það voru spottar til að halda sér í, svo maður rynni ekki á hausinn. Fólk var að detta, fara úr axlarlið og fleira. Ég datt örugglega fimm sinnum á brautinni en sem betur fer aldrei illa.“

View this post on Instagram

Not your typical climb. 🥶 - #spartaniceland2018 #iceland #spartan #ocr

A post shared by Spartan (@spartan) on Dec 8, 2018 at 8:41am PST


Sigurjón er fjarþjálfari en vinnur einnig sem markaðs- og kynningarstjóri í Sportvörum. Hann hefur haslað sér völl í hindrunarhlaupum undanfarið ár og sigraði t.a.m. spretthlaupið í Spartan-mótaröðinni í fyrra en hann tók þátt í sínu fyrsta hindranahlaupi í september árið 2017.

„Þetta er í rauninni mjög nýtt fyrir mér, þessir keppendur sem eru að sigra mig hafa tekið þátt í fjölda hindrunarhlaupa,“ segir Sigurjón.

Sigurjón byrjaði ungur í Bootcamp-þjálfun en að auki hefur hann keppt í þrekmótaröðinni sem er keimlík hindrunarhlaupunum. Hann segir ástundun sína í hlaupi og lyftingum hafa lagt grunninn að þjálfun hans fyrir mótið en í raun sé erfitt að undirbúa sig fyrir 115,5 kílómetra hlaup.

Fyrstu þrjá tíma hlaupsins var bjart úti en síðan fór ...
Fyrstu þrjá tíma hlaupsins var bjart úti en síðan fór að dimma og þurftu þá keppendur að vera með höfuðljós. Að vera með ljósið vandist fljótt, að sögn Sigurjóns. Ljósmynd/Spartan Iceland

„Þú getur aldrei undirbúið þig almennilega fyrir svona hlaup. Þetta er seint eitthvað sem ég myndi mæla með, ég er núna með verki alls staðar í líkamanum og þvílíkar blöðrur á fótunum. Maður þarf alltaf að borga fyrir svona lagað.“

Hvað er það sem fékk þig til að taka þátt í svona krefjandi hlaupi?

„Að sýna sjálfum þér og öðrum hversu megnugur þú ert, sem tengist reyndar inn í starfið mitt sem fjarþjálfari. Ég er alltaf að læra það betur og betur að þú veist ekki hversu gott þú hefur það, fyrr en þú ert kominn í það ástand að þú gætir aldrei haft það verra.

Á fjórða og fimmta hring í hlaupinu var ég gjörsamlega bugaður og búinn á því. Þá áttaði ég mig á því hversu gott maður hefur það í rauninni dagsdaglega.“

Ljósmynd/Spartan Iceland
Ljósmynd/Spartan Iceland
mbl.is

Innlent »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...