Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Sigurjón náði góðum árangri á mótinu og hafnaði í þriðja ...
Sigurjón náði góðum árangri á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í elítuflokki. Í heild tóku 500 manns hvaðanæva úr heiminum þátt í mótinu, Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Ernir Sturluson, hlaupari, hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Hann náði tíu hringjum og 250 hindrunum í hlaupinu, en samtals hljóp hann 115,5 kílómetra með 5,5 kílómetra hækkun, á tímanum 21:20:47. Hann hljóp í elítuflokki ásamt 82 öðrum hlaupurum hvaðanæva úr heiminum, en það var Bandaríkjamaðurinn Ryan Atkins sem hafnaði í fyrsta sæti í hlaupinu. 

„Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón stálsleginn eftir 115 kílómetra hlaupið.

Hlaupið er margslungið. Keppendur hlaupa í náttúrunni, gera margar þrautir á leiðinni og fá varla að hvíla sig. Þeir hafa 24 klukkutíma til að hlaupa á sínum besta tíma, en mega þó hvíla sig í Hamrahöllinni á milli hringja, að hámarki einn klukkutíma í senn. Stór hluti hlauparanna gaf sér ekki tíma í slíkt og hvíldi sig jafnan í 3 mínútur og lagði síðan af stað í næsta hring.

Sigurjón segir keppendur hafa talað um að hlaupið í ár hafi verið erfiðasta hindrunarhlaup sem þeir hefðu tekið þátt í. Í byrjun er hlaupið upp á fjall, í 250 metra hæð, sem tekur ansi á fótunum að sögn Sigurjóns.

„Svo fórum við niður fjallið í fljúgandi hálku – það voru spottar til að halda sér í, svo maður rynni ekki á hausinn. Fólk var að detta, fara úr axlarlið og fleira. Ég datt örugglega fimm sinnum á brautinni en sem betur fer aldrei illa.“

View this post on Instagram

Not your typical climb. 🥶 - #spartaniceland2018 #iceland #spartan #ocr

A post shared by Spartan (@spartan) on Dec 8, 2018 at 8:41am PST


Sigurjón er fjarþjálfari en vinnur einnig sem markaðs- og kynningarstjóri í Sportvörum. Hann hefur haslað sér völl í hindrunarhlaupum undanfarið ár og sigraði t.a.m. spretthlaupið í Spartan-mótaröðinni í fyrra en hann tók þátt í sínu fyrsta hindranahlaupi í september árið 2017.

„Þetta er í rauninni mjög nýtt fyrir mér, þessir keppendur sem eru að sigra mig hafa tekið þátt í fjölda hindrunarhlaupa,“ segir Sigurjón.

Sigurjón byrjaði ungur í Bootcamp-þjálfun en að auki hefur hann keppt í þrekmótaröðinni sem er keimlík hindrunarhlaupunum. Hann segir ástundun sína í hlaupi og lyftingum hafa lagt grunninn að þjálfun hans fyrir mótið en í raun sé erfitt að undirbúa sig fyrir 115,5 kílómetra hlaup.

Fyrstu þrjá tíma hlaupsins var bjart úti en síðan fór ...
Fyrstu þrjá tíma hlaupsins var bjart úti en síðan fór að dimma og þurftu þá keppendur að vera með höfuðljós. Að vera með ljósið vandist fljótt, að sögn Sigurjóns. Ljósmynd/Spartan Iceland

„Þú getur aldrei undirbúið þig almennilega fyrir svona hlaup. Þetta er seint eitthvað sem ég myndi mæla með, ég er núna með verki alls staðar í líkamanum og þvílíkar blöðrur á fótunum. Maður þarf alltaf að borga fyrir svona lagað.“

Hvað er það sem fékk þig til að taka þátt í svona krefjandi hlaupi?

„Að sýna sjálfum þér og öðrum hversu megnugur þú ert, sem tengist reyndar inn í starfið mitt sem fjarþjálfari. Ég er alltaf að læra það betur og betur að þú veist ekki hversu gott þú hefur það, fyrr en þú ert kominn í það ástand að þú gætir aldrei haft það verra.

Á fjórða og fimmta hring í hlaupinu var ég gjörsamlega bugaður og búinn á því. Þá áttaði ég mig á því hversu gott maður hefur það í rauninni dagsdaglega.“

Ljósmynd/Spartan Iceland
Ljósmynd/Spartan Iceland
mbl.is

Innlent »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. Og Veiðifélags Laxár á Ásum gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »

Mögulegur grunnur að lausn kjarasamninga

Í gær, 17:42 „Það er ánægjulegt að sjá að tillögurnar eru komnar fram. Það sem mest er um vert, er að það næst sátt um tillögurnar í þessum stóra hópi og það hlýtur að vera upphaf að einhverju,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira »

194 bílar Volvo innkallaðir

Í gær, 17:02 Brimborg kallar inn 194 díselbíla frá Volvo eftir að upp hefur komist galli í eldsneytisröri sem gerir það að verkum að myndast sprungur og getur farið að leka. Þetta staðfestir Brimborg, umboðsaðili Volvo á Íslandi, í svari við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Stal úr söluvagni flugfreyju

Í gær, 16:57 Erlendur karlmaður var gripinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær með snjallúr og rakspíra, sem hann var grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í fríhöfninni. Fyrst í stað þrætti maðurinn fyrir að hafa stolið mununum, en sá svo að sér og játaði stuldinn. Meira »

Undir áhrifum á flótta frá lögreglu

Í gær, 16:55 Karlmaður á fertugsaldri sem var handtekinn á stolnum bíl á Viðarhöfða síðastliðinn fimmtudag að lokinni eftirför lögreglu er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Meira »

Lýst eftir Land Rover Discovery

Í gær, 16:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík. Meira »

Rútur lentu utan vegar við Vík

Í gær, 16:40 Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn. Meira »

Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Í gær, 16:01 Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur. Meira »
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...