Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er munur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um misræmi milli yfirlýsingar Ágústs Ólafs Ágústssonar og svars Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við.

Ágúst Ólaf­ur hef­ur farið í tveggja mánaða leyfi frá þing­störf­um í kjöl­far þess að trúnaðar­nefnd flokks­ins veitti hon­um áminn­ingu vegna fram­komu hans í garð Báru á vinnustað hennar, Kjarnanum, í sumar.

Logi segir að í kjölfar Metoo-byltingarinnar hafi flokkurinn sett saman trúnaðarnefnd en hennar verkefni er að taka á málum sem þessum. Í nefndinni sitja tveir sálfræðingar, lögmaður og félagsráðgjafi en þetta segir Logi gert til að sjá til þess að mál fái hlutlæga og faglega meðferð.

Ágúst Ólafur Ágústsson er í leyfi frá þingstörfum næstu tvo ...
Ágúst Ólafur Ágústsson er í leyfi frá þingstörfum næstu tvo mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Bára hafði samband við mig síðla í haust og lýsti þessu fyrir mér. Ég sagði henni að úrræði okkar væri þessi trúnaðarnefnd og gaf henni upplýsingar um það ferli. Jafnframt sagði ég henni að ég myndi láta Ágúst vita að ég hefði sagt henni frá þessu,“ segir Logi þar sem hann lýsir aðkomu sinni að málinu.

Nefndin skilaði niðurstöðu 27. nóvember þar sem Ágúst Ólafur er áminntur fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld með því að hafa ítrekað og í óþökk hennar reynt að kyssa hana og fyrir að hafa niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum. Nefndin telur að Ágúst Ólafur hafi sniðgengið stefnu Samfylkingarinnar um einelti og áreitni.

Í kjölfar þess kallaði Ágúst þingmenn á fund og sagði frá úrskurði trúnaðarnefndar og tilkynnti okkur að hann myndi fara í leyfi og sækja sér aðstoð og gefa út yfirlýsingu um málið,“ segir Logi. Hann segist ekki hafa séð yfirlýsingu Ágústs áður en hann birti hana á Facebook og það sé hans yfirlýsing.

Síðan hafi Bára svarað með sinni hlið málsins í morgun. „Þetta er atvikalýsing tveggja einstaklinga sem ég treysti mér ekki til að tjá mig um að öðru leyti,“ segir Logi og neitar því ekki að munur sé á því hvernig þau lýsi því sem gerðist.

Tjáir sig ekki um hvort Ágúst Ólafur eigi afturkvæmt á þing

Spurður hvort yfirlýsing Ágústs Ólafs sé í samræmi við það sem kom fram fyrir trúnaðarnefndinni segir Logi að nefndin sé bundin trúnaði og að hann viti ekki allt sem þar fari fram. Nefndin sé starfandi til að mál eins og þessi séu ekki unnin með tilviljanakenndum hætti.

„Þetta var hans tilkynning. Hann stóð einn að henni og við sáum hana ekki áður þannig að hann verður bara að svara fyrir það,“ svarar Logi þegar hann er inntur eftir því hvort ekki hafi þótt ástæða til að leiðrétta yfirlýsingu Ágústs Ólafs um helgina.

Hann segist ekkert ætla að tjá sig frekar um yfirlýsingu Ágústs Ólafs og getur ekki svarað því hvort hann geti snúið aftur á Alþingi að loknu leyfi.

„Ég ætla ekki að svara þessu að öðru leyti en því að ég vona að Ágúst geti nýtt tækifærin á næstunni til að sækja þá aðstoð sem hann ætli og þurfi að gera. Ég vona líka, og það er mjög mikilvægt, að Bára geti jafnað sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kynrætt sjálfræði lögfest

17:17 Lagafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi í dag. Með samþykkt laganna er staðfestur með lögum réttur einstaklings til að breyta opinberri kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð. Meira »

Babúskur en ekki sprengjur

16:36 Mikill viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum þegar lögregla fékk tilkynning um óþekktan hlut í farangri á leið í flugvél. Við nánari skoðun kom í ljós að engin hætta var á ferðum. Meira »

Þingflokksformenn funda

16:31 Þingfundi var rétt í þessu frestað í fimmtán mínútur og sagði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, að á meðan hléinu stendur mun forseti funda með formönnum þingflokkana. Ekki er vitað hvort fari að draga til tíðinda varðandi þinglokin, en eins og sakir standa nú eru 9 mál eftir á dagskrá. Meira »

Blíða komin í höfn í heimabæ

16:27 Fiskiskipið Blíða SH-277, sem steytti á skeri skammt undan Stykkishólmi upp úr hádegi í dag, er komið í höfn í Stykkishólmi. Skipið var strand í um það bil tvo og hálfan tíma en allt fór á besta veg. Meira »

Vilja einstök „gaströll“ í stóriðjuna

16:08 „Þetta er krefjandi brautryðjanda verkefni og mikilvægt að allir leggist á eitt. Það lýsir metnaði að við séum hérna saman komin til að undirrita yfirlýsingu um að gera betur,“ sagði forstjóri Alcan við undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, stóriðjunnar og OR um kolefnishreinsun á Íslandi. Meira »

Starfsmönnum fjölgaði um 29,5%

15:09 Starfsmönnum forsætisráðuneytisins fjölgaði um um 13 frá janúar 2016 til apríl 2019, sem jafngildir 29,5% fjölgun á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við skriflegri fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Meira »

„Bíræfnir“ reiðhjólaþjófar í borginni

15:02 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að mikilvægt sé að fólk tilkynni það til lögreglu, vakni hjá því grunur um að reiðhjól sem það ætlar að kaupa sé illa fengið. Lögregla segir að „ansi bíræfnir“ þjófar á höfuðborgarsvæðinu láti hvorki keðjur né lása stöðva sig við iðju sína. Meira »

Smá bið í að Blíða fari aftur að fljóta

14:57 Blíða SH-277, fiskiskip sem er strand 1,3 sjómílur frá Stykkishólmi, ætti að komast aftur á flot eftir eina og hálfa til tvær klukkustundir, að sögn þess sem stýrir aðgerðum á vettvangi úr landi. Meira »

Skip strandaði við Stykkishólm

13:37 Um klukkan hálfeitt í dag voru björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út vegna skips sem strandað hafði rétt utan við Stykkishólm. Skipið er staðsett um 1,5 sjómílur frá bænum, nærri Hvítabjarnarey, en um er að ræða 22 tonna fjölveiðiskip. Meira »

Systir Sigmundar sest á þing

13:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn er þingfundur hófst kl. 13:30, en hún kemur inn í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem er fjarverandi. Meira »

Milljarðalækkun framlags til öryrkja

13:21 Í tillögu að breyttri fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir 4,7 milljarða króna minna framlagi til sjúkrahúsþjónustu en í fyrri áætlun á tímabilinu og 7,9 milljörðum minna framlagi vegna örorku og málefni fatlaðs fólks, að því er fram kemur í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

„Lúsmýið er komið á Skagann“

13:19 Lúsmýið er komið á Skagann að sögn Söndru Steingrímsdóttur, lyfjafræðings í Apóteki Vesturlands á Akranesi, en þangað leituðu fjölmargir um helgina eftir að hafa verið bitnir af lúsmýi eða til að fyrirbyggja bit. Meira »

45% aukning í grunnskólakennaranám

13:11 Umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgar um 45% og helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám á grunn- og framhaldsstigi í Háskóla Íslands en í fyrra. Meira »

Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun

12:44 Í hádeginu var undirrituð í Ráðherrabústaðnum viljayfirlýsing um kolefnishreinsun- og bindingu.  Meira »

Seldu tónlist fyrir 663 milljónir króna

12:24 Heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist á Íslandi árið 2018 var rúmar 663 milljónir króna og hefur ekki verið hærra síðan árið 2007 en hæst náði tónlistarsalan árið 2005. Meira »

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

12:10 Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir. Meira »

Ljúka skýrslutökum í vikunni

11:26 Lögreglan á Suðurlandi áformar að ljúka skýrslutökum vegna flugslyssins við Múlakot 9. júní síðastliðinn í þessari viku, en skoðun lögreglu á flaki flugvélarinnar sem hrapaði við flugbrautina í Múlakoti er lokið. Meira »

Vilja úttekt á aðkomu að WOW

11:15 Umhverfis- og samgöngunefnd leggur fyrir Alþingi í dag beiðni um að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá skýra mynd af því sem eftirlitsaðilar vissu. Meira »

Halda leyfi fyrir 4.000 tonna eldi

10:43 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...