Reyndi ítrekað að kyssa hana

Bára segir að málsatvikalýsing Ágústs sé ekki í samræmi við ...
Bára segir að málsatvikalýsing Ágústs sé ekki í samræmi við upplifun hennar af atvikinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.

Þetta kemur fram í pistli Báru Huldar Beck á Kjarnanum þar sem hún svarar yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur hefur farið í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum í kjöl­far þess að trúnaðar­nefnd flokks­ins veitti hon­um áminn­ingu vegna fram­komu hans í garð konu í miðbæ Reykja­vík­ur.

Bára segir að málsatvikalýsing Ágústs sé ekki í samræmi við upplifun hennar af atvikinu. Þá upplifun hafi hún rakið fyrir honum og hann gengist við að hún sé rétt. Auk þess rakti hún hana fyrir trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og Ágúst Ólafur gerði engar athugasemdir við málavexti.

Ætlaði sjálf ekki að gera málið opinbert

Þeir mála­vextir eru raktir í skrif­legri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og verða þar af leið­andi vart hrakt­ir,“ skrifar Bára. Hún segist knúin til að greina frá því sem rangt er í yfirlýsingu hans vegna þess að Ágúst Ólafur kjósi að gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. „Ég vil líka taka það skýrt fram að það vakti aldrei fyrir mér að gera þetta mál opin­bert. Sú ákvörðun var hins vegar tekin úr mínum hönd­um,“ skrifar Bára.

Hún skrifar að eftir að hann reyndi ítrekað að kyssa hana og niðurlægði hana hafi hún fylgt honum út en hann hafi ekki yfirgefið skrifstofu Kjarnans þegar hún bað hann um það. „Ég fylgdi honum á end­anum ákveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi áreitni sinni áfram í lyft­unni á leið­inni út,“ skrifar Bára.

Bára er blaðamaður á Kjarnanum en Ágúst Ólafur er fyrrverandi hluthafi í Kjarnanum. Hún skrifar að það, auk þess að hann hafi verið í opinberu sambandi með annarri konu, hefði átt að gera það að verkum að hann hefði ekki átt að geta misskilið aðstæður.

Segir yfirlýsingu Ágústar ranga

Bára skrifar að það sé ábyrgðarhlutur að senda frá sér yfirlýsingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. Sé slík yfirlýsing skrumskæld á einhvern hátt sé hætt við að röng og jafnvel varhugaverð skilaboð séu send út í samfélagið.

Yfir­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­reynsla, heldur ítrekuð áreitni og nið­ur­læg­ing,“ skrifar Bára.

Pistilinn er hægt að lesa í heild sinni á Kjarnanum.

Yfirlýsing frá Kjarnanum

Stjórn og stjórn­endur Kjarn­ans standa, og hafa stað­ið, 100 pró­sent á bak við starfs­mann fyr­ir­tæk­is­ins sem var í sumar þol­andi áreitni þing­manns.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu Kjarnans vegna málsins.

Þar segir að eftir að fyrir lá viðurkenning geranda á því sem átti sér stað, en eng­inn sýni­legur vilji til að bregð­ast við hegðun sinni með öðrum hætti, hafi þolandi ákveðið að koma vitneskju um áreitnina á framfæri við stjórnmálaflokk geranda. Þar var mál­inu beint í far­veg nýstofn­aðrar trún­að­ar­nefnd­ar.

Sú nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu 27. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að þing­maður flokks­ins hefði brotið gegn tveimur siða­reglum hans. Þing­mað­ur­inn hafi auk þess, með fram­komu sinni, snið­gengið stefnu flokks­ins gegn ein­elti og áreitni og bakað með því félögum sínum í flokknum tjóni. Fyrir þessi brot, gegn starfs­manni Kjarn­ans, sætti þing­mað­ur­inn áminn­ingu trún­að­ar­nefnd­ar.

mbl.is

Innlent »

Babúskur en ekki sprengjur

16:36 Mikill viðbúnaður var í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmta tímanum þegar lögregla fékk tilkynning um óþekktan hlut í farangri á leið í flugvél. Við nánari skoðun kom í ljós að engin hætta var á ferðum. Meira »

Þingflokksformenn funda

16:31 Þingfundi var rétt í þessu frestað í fimmtán mínútur og sagði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, að á meðan hléinu stendur mun forseti funda með formönnum þingflokkana. Ekki er vitað hvort fari að draga til tíðinda varðandi þinglokin, en eins og sakir standa nú eru 9 mál eftir á dagskrá. Meira »

Blíða komin í höfn í heimabæ

16:27 Fiskiskipið Blíða SH-277, sem steytti á skeri skammt undan Stykkishólmi upp úr hádegi í dag, er komið í höfn í Stykkishólmi. Skipið var strand í um það bil tvo og hálfan tíma en allt fór á besta veg. Meira »

Vilja einstök „gaströll“ í stóriðjuna

16:08 „Þetta er krefjandi brautryðjanda verkefni og mikilvægt að allir leggist á eitt. Það lýsir metnaði að við séum hérna saman komin til að undirrita yfirlýsingu um að gera betur,“ sagði forstjóri Alcan við undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, stóriðjunnar og OR um kolefnishreinsun á Íslandi. Meira »

Starfsmönnum fjölgaði um 29,5%

15:09 Starfsmönnum forsætisráðuneytisins fjölgaði um um 13 frá janúar 2016 til apríl 2019, sem jafngildir 29,5% fjölgun á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við skriflegri fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Meira »

„Bíræfnir“ reiðhjólaþjófar í borginni

15:02 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að mikilvægt sé að fólk tilkynni það til lögreglu, vakni hjá því grunur um að reiðhjól sem það ætlar að kaupa sé illa fengið. Lögregla segir að „ansi bíræfnir“ þjófar á höfuðborgarsvæðinu láti hvorki keðjur né lása stöðva sig við iðju sína. Meira »

Smá bið í að Blíða fari aftur að fljóta

14:57 Blíða SH-277, fiskiskip sem er strand 1,3 sjómílur frá Stykkishólmi, ætti að komast aftur á flot eftir eina og hálfa til tvær klukkustundir, að sögn þess sem stýrir aðgerðum á vettvangi úr landi. Meira »

Skip strandaði við Stykkishólm

13:37 Um klukkan hálfeitt í dag voru björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi kallaðar út vegna skips sem strandað hafði rétt utan við Stykkishólm. Skipið er staðsett um 1,5 sjómílur frá bænum, nærri Hvítabjarnarey, en um er að ræða 22 tonna fjölveiðiskip. Meira »

Systir Sigmundar sest á þing

13:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn er þingfundur hófst kl. 13:30, en hún kemur inn í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem er fjarverandi. Meira »

Milljarðalækkun framlags til öryrkja

13:21 Í tillögu að breyttri fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyrir 4,7 milljarða króna minna framlagi til sjúkrahúsþjónustu en í fyrri áætlun á tímabilinu og 7,9 milljörðum minna framlagi vegna örorku og málefni fatlaðs fólks, að því er fram kemur í gögnum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

„Lúsmýið er komið á Skagann“

13:19 Lúsmýið er komið á Skagann að sögn Söndru Steingrímsdóttur, lyfjafræðings í Apóteki Vesturlands á Akranesi, en þangað leituðu fjölmargir um helgina eftir að hafa verið bitnir af lúsmýi eða til að fyrirbyggja bit. Meira »

45% aukning í grunnskólakennaranám

13:11 Umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgar um 45% og helmingi fleiri karlar sóttu um grunnskólakennaranám á grunn- og framhaldsstigi í Háskóla Íslands en í fyrra. Meira »

Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun

12:44 Í hádeginu var undirrituð í Ráðherrabústaðnum viljayfirlýsing um kolefnishreinsun- og bindingu.  Meira »

Seldu tónlist fyrir 663 milljónir króna

12:24 Heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist á Íslandi árið 2018 var rúmar 663 milljónir króna og hefur ekki verið hærra síðan árið 2007 en hæst náði tónlistarsalan árið 2005. Meira »

Greiða miskabætur vegna Hlíðamáls

12:10 Þær Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir hádegi dæmdar til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna hins svokallaða Hlíðamáls, en þær sökuðu mennina um þaulskipulagðar nauðganir. Meira »

Ljúka skýrslutökum í vikunni

11:26 Lögreglan á Suðurlandi áformar að ljúka skýrslutökum vegna flugslyssins við Múlakot 9. júní síðastliðinn í þessari viku, en skoðun lögreglu á flaki flugvélarinnar sem hrapaði við flugbrautina í Múlakoti er lokið. Meira »

Vilja úttekt á aðkomu að WOW

11:15 Umhverfis- og samgöngunefnd leggur fyrir Alþingi í dag beiðni um að Ríkisendurskoðun geri úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá skýra mynd af því sem eftirlitsaðilar vissu. Meira »

Halda leyfi fyrir 4.000 tonna eldi

10:43 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Meira »

Hraðaksturinn reyndist dýrkeyptur

10:14 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund og reyndist það honum dýrkeypt. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR 'UTSALA er að byrja
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...