Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is.

Eitt málanna er mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hann fékk áminningu frá trúnaðarnefndinni.

Trúnaður ríkir um störf nefndarinnar og hefur því ekki verið upplýst um hvers eðlis önnur mál en mál Ágústs Ólafs hafa verið, hvort kjörnir fulltrúar Samfylkingarinnar hafi átt þar í hlut eða hverjar niðurstöðurnar í þeim málum voru. Ágúst greindi sjálfur frá sínu máli sem skýrir hvers vegna mál hans er þekkt en önnur ekki.

Ágúst Ólafur Ágústsson fór í launalaust leyfi frá þingstörfum eftir ...
Ágúst Ólafur Ágústsson fór í launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að málið kom upp. mbl.is/​Hari

„Þetta er vettvangur sem við erum að beina fólki í að nýta sér. Við viljum gera allt til að koma í veg fyrir að áreitni eða óæskileg hegðun eigi sér stað,“ segir Heiða Björg og bætir við að mikilvægt sé í fjöldahreyfingu eins og Samfylkingunni að siðareglur séu til staðar, sem fylgt sé eftir, til þess að tryggja að fólk komi fram við hvert annað af virðingu og háttvísi. Trúnaðarnefndin taki á málum allra og skoði þau.

Ekki áhyggjur af hvítþvætti

Í reglum Samfylkingarinnar um störf trúnaðarnefndar segir að ákvarðanir trúnaðarnefndar geti verið að ljúka umfjöllun án viðurlaga þegar ekki er ástæða til viðbragða, samtal og eftir atvikum ráðgjöf til annars eða beggja málsaðila, áminning trúnaðarnefndar eða að gerð verði tillaga um að víkja aðila úr öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Spurð hvort það skapi ekki hættu á hvítþvætti gagnvart kjörnum fulltrúum Samfylkingarinnar að gera mál upp með þessum hætti alfarið innan flokksins segist Heiða Björg ekki telja svo vera, heldur sé þvert á móti opnað á samtal um hvernig flokkurinn vilji starfa. Bendir hún einnig á að alvarlegri mál, þar sem grunur leikur á að lögbrot hafi verið framið, eigi heima hjá lögreglu.

Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í morgun líkaði formaður trúnaðarnefndar við Facebook-færslu Ágústs Ólafs þegar hann greindi frá því að hann hygðist taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af nefndinni. Sagði Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar, að það hefði ekki verið viðeigandi fyrir hana, sem formann nefndarinnar, að sýna slík viðbrögð við færslunni. Það hafi verið gert í hvatvísi.

Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar.
Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í kjölfar þess að Ágúst Ólafur birti Facebook-færsluna steig konan, sem hann hafði hagað sér óviðeigandi í samskiptum við, fram og sagði hann gera minna úr málinu en tilefni væri til. Sagði hún að ekki hefði verið um misheppnaða viðreynslu að ræða, heldur ítrekaða áreitni og niðurlægingu.

Heiða Björg segist ekki geta tjáð sig um hvað fólk líki við á Facebook og vildi því ekki bregðast sérstaklega við því hvort hún teldi eðlilegt að formaður nefndarinnar hafi líkað við færslu Ólafs. „Mér finnst trúnaðarnefndin hafa staðið sig vel í þessu máli og sannað gildi sitt. Ég get ekki tjáð mig um hvað hver lækar á Facebook. Ég get ekki fylgst með því,“ segir Heiða Björg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Framboð án fordæma

05:30 Fasteignaþróunarfélagið Rauðsvík hefur sett 70 nýjar íbúðir á sölu við Hverfisgötu í Reykjavík. Síðar á árinu hyggst félagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum húsum við götuna. Íbúðirnar sem eru að koma í sölu eru á Hverfisgötu 85-93. Meira »

Mun skerða kaupmátt almennings

05:30 Rýrnun viðskiptakjara að undanförnu bætist við samdrátt í ferðaþjónustu og loðnubrest. Samanlögð áhrif eru líkleg til að koma niður á kaupmætti íslensks almennings í vörum og þjónustu, þrátt fyrir boðaðar nafnlaunahækkanir. Meira »

Landsbankinn ber hluta tjónsins

05:30 Landsbankinn ber hluta af því tjóni sem Arion banki kann að verða fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. gegn Valitor, dótturfélagi Arion. Héraðsdómur hefur dæmt Valitor til að greiða 1,2 milljarða kr. Meira »

Gæti verið tilbúin árið 2023

05:30 Viðbyggingin sem áformað er að byggja við Stjórnarráðshúsið í miðbæ Reykjavíkur gæti verið tilbúin árið 2023. Stefnt er að því að skóflustunga að byggingunni verði tekin eftir tvö ár. Meira »

Hjálmar fagnar 100 ára afmæli

05:30 Hjálmar Sigmarsson, fyrrverandi bóndi á Hólakoti í Unadal í Skagafirði, fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Hann dvelur nú á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Meira »

Bílastæði við höfnina víkja fyrir fólki

05:30 Viðræður standa yfir milli Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna um að bílastæði á Miðbakka við Gömlu höfnina verði nýtt í framtíðinni sem almannarými, a.m.k. að sumarlagi. Meira »

Umdeildur skúr á Nesinu rifinn

05:30 Ríflega 30 ára verslunarsögu á bletti fyrir framan Sundlaug Seltjarnarness lauk fyrir páska þegar bæjaryfirvöld létu fjarlægja söluskála sem þar stóð. Skálinn hafði staðið auður um nokkurt skeið en síðast var hann nýttur sem kosningamiðstöð Viðreisnar fyrir sveitarstjórnarkosningar í fyrra. Meira »

Andlát: Björg Þorsteinsdóttir

05:30 Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona lést 22. apríl sl., 78 ára að aldri. Hún fæddist 21. maí 1940.   Meira »

Andlát: Hermann Einarsson

05:30 Hermann Einarsson, kennari og útgefandi í Vestmannaeyjum, lést 20. apríl síðastliðinn. Hermann fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1942 og ólst upp í Eyjum, en var í mörg sumur í sveit undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Ásta Steingrímsdóttir, f. 31.1. 1920, d. 23.4. 2000, og Einar Jónsson, f. 26.10. 1914, d. 25.2. 1990. Meira »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...