Óásættanleg innilokun í Árneshreppi

Á um þriggja mánaða tímabili eftir áramót er enginn snjómokstur ...
Á um þriggja mánaða tímabili eftir áramót er enginn snjómokstur í Árneshreppi. Ljósmynd/Vegagerðin

Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ákalli stjórnar verkefnisins Áfram Árneshreppur til ríkisstjórnar Íslands. Var bréf með tillögum að brýnum úrbótum sent Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyrir helgi. 

Íbúar Árneshrepps hafa um árabil búið við skerta þjónustu á vegum á veturna. „Íbúum hefur fækkað mjög síðustu ár og má ekki síst rekja það til þeirrar staðreyndar að ungt fólk sættir sig ekki við þá algeru innilokun sem verulega skert vetrarþjónusta hefur í för með sér,“ segir í bréfi verkefnastjórnarinnar. Fram kemur að íbúarnir hafi um skeið bundið miklar vonir við aðgerðir til úrbóta, samanber ályktun þingsins 15. mars 2003 „um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlandslags í Árneshreppi“. Því miður hafi lítið sem ekkert orðið úr efndum á grundvelli hennar.

Unnið hefur verið að verkefninu Áfram Árneshreppur sem lið í verkefnum Byggðastofnunar og samstarfsaðila, Brothættum byggðum, frá því í fyrra. Mörg markmið í verkefnisáætlun snúa að samstarfi og framtaki heimamanna en þau verkefni sem hvað brýnust eru fyrir viðgang byggðarinnar eru þó stóru innviðaverkefnin sem eru á valdi ríkis og stofnana þess, segir í bréfinu. „Það þolir að mati verkefnisstjórnar enga bið að þessi markmið verkefnisins hljóti athygli og stuðning ríkisins.“

Í bréfinu er bent á að verslun í Norðurfirði hafi verið lokað síðsumars. „Ekki þarf að orðlengja að þessi staða er illþolandi fyrir íbúana og fyrirsjáanlegt er að enga vöru verður að hafa nema með því að panta sendingar með flugi.“ Hins vegar sé verðlagning á flugsendingum með þeim hætti að ekki verði við unað.

Tekið er fram í bréfinu að í síðustu viku hafi verið tilkynnt að verslun í Norðurfirði hlyti 2,4 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu árlega í þrjú ár sem verkefnastjórnin þakkar vel fyrir.

Meiri niðurskurður í Árneshreppi en annars staðar

Verkefnastjórnin setur í bréfi sínu fram fimm tillögur sem hún óskar eftir að fái fram að ganga fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar. Í fyrsta lagi að takmarkanir á vetrarþjónustu á vegum í Árneshreppi á tímabilinu janúar til mars verði afnumdar frá og með 1. janúar 2019.

Í rökstuðningi kemur fram að það sé mjög íþyngjandi fyrir íbúa Árneshrepps að búa við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Hún felur í sér að ekkert er mokað frá 5. janúar til 20. mars ár hvert.  „Í tímabundnum sparnaðaraðgerðum eftir hrun setti þáverandi ríkisstjórn á kröfu um 10% niðurskurð til ríkisstofnana, en Vegagerðin ákvað að skera niður um 50% til þjónustu í Árneshreppi. Þessi aðgerð átti að vera tímabundin en nú hafa liðið 10 ár og verulegur efnahagsbati hefur náðst. Því teljum við að hér megi auðveldlega bæta í og taka upp mokstur tvisvar í viku eins og fyrr.“

Náttúrufegurðin í Árneshreppi er mikil.
Náttúrufegurðin í Árneshreppi er mikil. mbl.is/Golli

Flug verði niðurgreitt verulega

 Í öðru lagi leggur verkefnastjórnin til að verulegri niðurgreiðslu á flugmiðum til og frá Gjögri verði þegar í stað komið á. Verði tafir á framkvæmd tillögu um breytta vetrarþjónustu verði niðurgreiðslur ekki lægri en 80%. „Það er mikið óréttlæti fólgið í því að íbúar í einu fámennasta og afskekktasta byggðarlagi landsins eigi þann eina kost að greiða tugi þúsunda fyrir flugmiða til að komast til og frá byggðarlaginu,“ segir í rökstuðningi.

Í þriðja lagi er lagt til að verulegri niðurgreiðslu á flutningsgjöldum vöru með flugi til og frá Gjögri verði þegar í stað komið á. „Það eru 105 km frá Norðurfirði í næstu verslun og jafnvel þó að vetrarþjónustu verði komið í eðlilegt horf er það löng leið á vondum malarvegum þegar um dagleg innkaup vöru til heimila er að ræða.“

Engar deilur um Veiðileysuháls

Í fjórða lagi leggur verkefnastjórnin til að vegagerð yfir Veiðileysuháls verði flýtt. Bent er á að gerð nýs heilsársvegar yfir hálsinn hafi verið á samgönguáætlun í mörg ár en stöðugt verið frestað. Er vakin athygli á því að engar deilur standi um vegstæði á Veiðileysuhálsi, „og mætti nýta fjármagn sem hefur verið ætlað í aðrar framkvæmdir í Veiðileysuháls þar til mál skýrast“.

Í fimmta og síðasta lagi er lagt til að stofnunum ríkis verði gefið svigrúm, m.a. í fjármunum, til að koma til móts við óskir íbúa Árneshrepps í helstu hagsmunamálum er varðar innviði. Má þar nefna samgöngubætur, ljósleiðara og þrífösun, auk þess sem tillit verði tekið til sérstöðu byggðarlagsins varðandi aflaheimildir og sauðfjárrækt.

„Það virðist sem núverandi farvegur brothættra byggða í gegnum stýrihóp stjórnarráðsins hafi ekki skilað tilætluðum árangri, að minnsta kosti hvað Árneshrepp varðar,“ segir í rökstuðningi verkefnastjórnarinnar. „Því miður hafa svör ríkisstofnana við erindum sveitarfélagsins í flestum tilvikum verið neikvæð, hafi þau fengist á annað borð. Því er óhjákvæmilegt að leita beint til ríkisstjórnar um stuðning í ofangreindum innviðamálum.“

mbl.is

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 25 þús....
Söngkona óskast Óska eftir Söngkonu c.a
Söngkona óskast Óska eftir söngkonu ca 40-50 ára. Uppl. antonben@simnet.is...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...