Þeim sem senda jólakort fækkar enn

Rúmur fjórðungur landsmanna kveðst eingöngu ætla að senda jólakort til …
Rúmur fjórðungur landsmanna kveðst eingöngu ætla að senda jólakort til vina og ættingja með bréfpósti. mbl.is/Árni Sæberg

Nær helmingur landsmanna ætlar ekki að senda jólakort í ár, hvorki með bréfpósti né rafrænt, og hefur þeim fjölgað um rúm sextán prósent frá árinu 2015. Þetta kemur fram í könnun MMR á jólakortasendingum Íslendinga sem framkvæmd var í byrjun desember.

Rúmur fjórðungur landsmanna kveðst eingöngu ætla að senda jólakort til vina og ættingja með bréfpósti í ár, til samanburðar við rúman þriðjung á í fyrra og rúm 38% árið þar á undan.

Þeim fjölgar sem eingöngu senda rafræn jólakort, en tæpur fimmtungur ætlar að gera slíkt í ár, samanborið við 13,1% í fyrra og 11,5% árið áður.

Könnunin var framkvæmd dagana 5. til. 11. desember og var heildarfjöldi svarenda 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert