Úrskurður kærður til Landsréttar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Þingmenn Miðflokksins hafa kært til Landsréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni þeirra var hafnað um að vitnaleiðslur færu fram og öflun sýnilegra sönnunargagna í Klaustursmálinu.

Stundin greinir frá þessu.

Þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gera þá kröfu að úrskurður héraðsóms verði felldur úr gildi.

Fram kemur í kærunni, sem var send á miðvikudaginn, að þingmennirnir hafi óskað eftir myndefni úr eftirlitsmyndavélum frá barnum Klaustri og Alþingi. Telja þeir mikilvægt að upplýsa um það sem gerðist á Klaustri 20. nóvember.

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Þorsteinn
mbl.is