Gleðin við völd í skákinni á Kleppi

Hrókurinn og Vinaskákfélagið á Kleppi héldu árlegt jólaskákmót sitt á …
Hrókurinn og Vinaskákfélagið á Kleppi héldu árlegt jólaskákmót sitt á föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Árlegt jólaskákmót Hróksins og Vinaskákfélagsins á Kleppi var haldið á stysta degi ársins, 21. desember sl. og var gleðin allsráðandi. Á mótinu leiddu saman hesta sína skáksveitir frá geðdeildum, búsetukjörnum og batasetrum og kepptu sex sveitir um bikarinn. Eftir æsispennandi keppni sigraði liðið Vin-X, sem skipað var Sævari Bjarnasyni, Hjálmari Hrafni Sigurvaldasyni og Herði Jónassyni.

Ljósmynd/Aðsend

Hrafn Jökulsson setti mótið og sagði að það væri ávallt einn af hápunktum skákársins hjá Hróknum og Vinaskákfélaginu. Hann lék síðan fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman, en sveit hans, sem lenti í 2. sæti, skipuðu líka Elvar Örn Hjaltason og Björgvin Kristbergsson. Í 3. sæti varð svo Blandaða sveitin, skipuð Ólafi B. Þórssyni, Sturlu Þórðarsyni og Birni Agnarssyni.

Ljósmynd/Aðsend

Róbert hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á fyrsta borði, Sturla á öðru borði og Hörður Jónasson á þriðja borði, en hann var eini keppandinn sem sigraði í öllum sínum skákum. Vinningar voru vegleg bókaverðlaun, góðgæti frá Nóa og verðlaunagripir frá ÍSSPOR. Birta Marsilía Össurardóttir, starfsmaður á Kleppi, afhenti verðlaunin auk þess að taka þátt í mótinu.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert