576 umsagnir sendar

Hugmyndir um að taka upp veggjöld eru umdeildar.
Hugmyndir um að taka upp veggjöld eru umdeildar. mbl.is/​Hari

Mikil andstaða er við hugmyndir um vegtolla í umsögnum til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, skv. upplýsingum FÍB, en í fyrradag höfðu nefndinni borist 576 umsagnir frá einstaklingum um samgönguáætlun áranna 2019-2034.

FÍB hvatti í byrjun ársins almenning til að láta skoðun sína á vegtollum í ljós með eða á móti. Fram kemur í frétt á vefsíðu FÍB í gær að félagið kannaði afstöðu til vegtolla í þeim erindum og umsögnum einstaklinga sem birtar eru á vefsvæði Alþingis, þar sem fram komi að í fyrradag höfðu 530 einstaklingar eða 92% sagst í umsögnum sínum vera á móti vegtollum en 43 eða 7,5% lýsa stuðningi við vegtolla.

„Þessu til viðbótar var farið yfir 52 umsagnir og erindi frá opinberum aðilum, samtökum og félögum um samgönguáætlunina. Í þeim erindum eru sex umsagnir frekar jákvæðar gagnvart hugmyndum um vegtolla (veggjald) og ein neikvæð. Ekki er tekin bein afstaða til vegtolla í 46 umsögnum,“ segir í frétt á vefsíðu FÍB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert