Ræða um launaliðinn

Fundur í kjaraviðræðum SGS og SA hófst í húsakynnum ASÍ …
Fundur í kjaraviðræðum SGS og SA hófst í húsakynnum ASÍ klukkan 10 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) sem ekki hafa dregið samningsumboð sitt til baka funda með Samtökum atvinnulífsins (SA) í húsakynnum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) þessa stundina.

Fundurinn hófst klukkan 10 og til stendur að ræða um launaliðinn í kjaraviðræðunum.

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins og talsmaður iðnaðarmanna­fé­lag­anna hjá ASÍ í kjaraviðræðunum, seg­ir í samtali við Morgunblaðið í dag að stefnt sé að því að ljúka kjara­samn­ing­um í þess­um mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert