Tillit verði tekið til innanlandstenginga

Líklegt er að framkvæmdum vegna tengiflugs innanlands á Keflavíkurflugvelli verði …
Líklegt er að framkvæmdum vegna tengiflugs innanlands á Keflavíkurflugvelli verði lokið 2023. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir að tillit verði tekið til tengiflugs innanlands við fyrsta fasa stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Hefur hönnun þeirrar byggingar þegar verið hafin, samkvæmt svari ráðherra, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær framkvæmdir hefjast.

Verði sú ákvörðun tekin innan tíðar sé líklegt að framkvæmdum verði lokið á árunum 2022 til 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert