Mikil vinna er eftir vegna kjaraviðræðna

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins héldu viðræðufund í gær. Samninganefndirnar …
Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins héldu viðræðufund í gær. Samninganefndirnar ætla að hittast aftur eftir hádegið í dag. Vinna undirhópa hefur gengið vel það sem af er. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) hittast á viðræðufundi fyrir hádegi í dag og eftir hádegið munu samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og SA halda áfram viðræðum.

Síðan verður samningafundur Landssambands verslunarmanna og SA á mánudagsmorgun, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. SGS og SA hittust á samningafundi í gær og tíminn eftir hádegi fór í „heimavinnuna“ að sögn Halldórs. Þá er unnið að útreikningum. Hann sagði að þessir vinnufundir væru mikilvægir og ljóst að þetta yrði ekki fríhelgi hjá þeim sem eru í kjaraviðræðum.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði að fundurinn með SA í gær hefði verið ágætur.„Þetta er búið að vera jákvætt í vikunni en það er ekki farið að ræða stærstu málin,“ sagði Björn.

Hann sagði að menn hefðu verið að tína út það sem búið var að ræða í undirhópunum. Þeir fjalla um einstakar starfsstéttir, t.d. byggingaverkamenn, hópferðabílstjóra, fiskvinnslufólk og ræstingafólk. Tekist hefur að þoka þeirri vinnu áfram og eru einhver mál þegar frágengin, að sögn Björns. Efling hefur tekið þátt í vinnu undirhópanna um einstakar starfsgreinar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert