Nýr skóli tekinn í notkun

Í morgun mættu ríflega 100 börn í 1.-5. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ í fyrsta skipti. Bærinn hefur vaxið hvað hraðast á landinu á undanförnum árum og var þörfin fyrir nýjan skóla orðin aðkallandi.

Húsnæðið er glæsilegt og gerir ráð fyrir fjölbreyttum kennsluháttum það er þó ekki að fullu tilbúið og verið er að byrja á öðru húsi þar sem unglingadeildin verður meðal annars og er stefnt að því að taka það til notkunar árið 2021.

Fimmti bekkurinn sem nú byrjar í skólanum verður elsti bekkurinn í Helgafellsskóla fyrstu árin en miðað við íbúaspá er gert ráð fyrir um 700 nemendum þegar hann verður orðinn fullsetinn.

Í myndskeiðinu er rætt við Rósu Ingvarsdóttur skólastjóra sem var ánægð með fyrsta daginn þar sem nemendur og kennarar voru saman við störf í Helgafellsskóla. 

Áætlaður kostnaður við skólann er 3,5 milljarðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert