Tekjur hafa aukist meira en skattbyrði

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Arnþór

Réttilega hefur verið bent á að skattbyrði lægstu launa hefur aukist en það sýnir ekki heildarniðurstöðuna. Einnig þarf að skilja hvernig tekjur Íslendinga hafa þróast í gegnum árin. Þetta kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, á hinum árlega Skattadegi Deloitte sem var haldinn í Hörpu í morgun.

Hvað lágmarkslaun varðar hefur skattbyrði á síðustu 10 árum aukist en útborguð laun eftir skatt og bótagreiðslur hafa aftur á móti aukist meira, eða um 17%. Þarna er miðað við tölur frá 2008 til 2018.

Varðandi meðallaunin hefur skattbyrði einnig aukist en útborguð laun eftir skatt og bótagreiðslur hafa aukist meira, eða um 11%. Þegar kemur að tekjum yfir meðallagi hefur skattbyrði einnig aukist síðustu tíu árin á meðan útborguð laun hafa aukist um 9% meira.

Þannig hafi skattbyrði aukist á undanförnum árum en á móti hafi ráðstöfunartekjur aukist enn meira.

Ásdís á Skattadeginum í Hörpu í morgun.
Ásdís á Skattadeginum í Hörpu í morgun. mbl.is/Freyr

Ásdís bar tekjur á Íslandi saman við gagnagrunn OECD sem sýnir að Íslendingar eru með þriðju hæstu tekjurnar innan OECD. Laun á Íslandi séu því há í alþjóðlegum samanburði jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir háu verðlagi.

Hún kvaðst binda vonir við að skattar lækki á komandi árum enda sé Ísland háskattaríki í alþjóðlegum samanburði. Nær hvergi annars staðar dragi hið opinbera til sín meira í formi skatttekna. Þriðjungur af þeim tekjum sem myndast í hagkerfinu hérlendis renna til hins opinbera, samkvæmt tölum OECD. Hún sagði að skapa þurfi svigrúm til skattalækkana. Blikur séu á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að kólnun sé fram undan.

Tillögur um skattleysi lægstu launa séu með öllu óraunhæfar ef ekki náist almenn sátt um verulegar skattahækkanir á flesta aðra tekjuhópa. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísaði sams konar tillögum á bug í opnunarávarpi sínu.

Hún benti á svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Inga Jóhannssonar, þingmanns Flokks fólksins, um að það myndi kosta ríkissjóð 149 milljarða króna ef lægstu laun yrðu skattlaus, sem nemur 83% af tekjuskattgreiðslum einstaklinga til ríkisins. Slíkar tillögur hljóti að öðru óbreyttu að leiða til talsverðra skattahækkana á aða tekjuhópa.

Ásdís nefndi að helmingur launamanna á Íslandi sé með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur. Ef brúa þyrfti þessa 149 milljarða þýddi það aukna skattbyrði á tekjur á þessu launabili.

Hún sagði tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga hafa aukist um 52% á föstu verðlagi frá árinu 2010. Hlutfall þeirra sem greiða tekjuskatt til hins opinbera hefur farið úr 60% í 86% frá árinu 1992 til 2017, sem er sambærilegt hlutfall og í Noregi og Danmörku. Ef lækka eigi þetta hlutfall muni skattbyrði þeirra sem taka þátt í að fjármagna samneysluna aukast.

mbl.is

Innlent »

Rignir víða í nótt

Í gær, 23:12 Rigning er framundan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands Meira »

Hvetur til mótmæla

Í gær, 23:00 Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Meira »

Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Í gær, 22:54 Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Meira »

Vilja sameina tvær stofnanir í eina

Í gær, 22:44 Lagt er til að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinist í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samhliða uppskiptingu Íbúðalánasjóðs í drögum að nýju frumvarpi. Félagsmálaráðuneyti birti í dag í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpinu. Meira »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Í gær, 22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

Í gær, 21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

Í gær, 21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

Í gær, 20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Í gær, 19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

Í gær, 19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

Í gær, 19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

Í gær, 18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »

Hefring náð samkomulagi um fjármögnun

Í gær, 18:15 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Meira »

Níu sveitarfélög kæra Skipulagsstofnun

Í gær, 17:45 Níu sveitarfélög hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta eru sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Meira »

Diamond Beach er víða

Í gær, 17:15 Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd. Meira »

Færri ferðast til útlanda í ár

Í gær, 16:57 Alls 40% landsmanna kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan í sumarfríinu þetta árið, 38% kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands og 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Meira »

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

Í gær, 16:15 Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.   Meira »

Pólverjar draga framsalsbeiðni til baka

Í gær, 15:30 „Málið er bara í þeirri meðferð sem það á að sæta lögum samkvæmt og það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um Euro-Market-málið svokallaða, sem lögmaður meints höfuðpaurs segir „orðið að engu“. Meira »

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

Í gær, 15:29 Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð. Meira »
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...