Karlar sem hatast við konur

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Það var kaldhæðnislegt að lesa ummæli höfð eftir ábúðarfullum Ólafi Ísleifssyni, fyrrverandi þingmanni og þingflokksformanni Flokks fólksins, sl. mánudag í Morgunblaðinu. Þar sagði hann meðal annars að: „Stjórnmálaflokki og þeim sem hafa verið settir til starfa á hans vegum stafar mikil orðsporshætta af slíkri skipan mála eins og nú hefur verið staðfest að er uppi hjá Flokki fólkins.“

Á spjöld sögunnar

Þarna talar maður sem nýverið hefur fullkomlega að eigin frumkvæði og hvötum eyðilagt eigið orðspor sem stjórnmálamaður með því að taka þátt í samsæri sem hefur kastað rýrð á æru þings og þjóðar. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason félagi hans eru nú farnir í sögubækurnar sem fyrstu þingmenn lýðveldissögunnar sem eru látnir sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með því að þeir eru reknir úr sínum eigin flokki fyrir afbrot sín. Engir nema þeir sjálfir frömdu þau ótrúlegu afglöp að fara til samsærisfundar við stjórn flokks pólitískra andstæðinga Flokks fólksins á Klaustur Bar, steinsnar frá Alþingishúsinu þann 20. nóvember síðastliðinn. Öll heimsbyggðin hefur þegar fengið að frétta af því í fjölmiðlum hvað gerðist þar.

Þetta var í annað sinn á stuttum tíma sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur forgöngu um að leiða smánun og skömm yfir sína eigin þjóð á alþjóða vettvangi. Fyrra skiptið var hið makalausa Wintris-mál sem kostaði hann forsætisráðherrastólinn. Er þjóðin ekki komin með nóg af svona stjórnmálamönnum?

Flokkur fólksins var tilefnið

Ég ætla ekki að rekja hér í smáatriðum hvað gerðist á þessum fundi. Það hafa fjölmiðlar gert. Ég vil þó benda á að þessi drykkjufundur, sem að stórum hluta fór fram á þingfundartíma, hafði skýrt markmið. Það var að fá Ólaf Ísleifsson, þá þingflokksformann Flokks fólksins, og Karl Gauta Hjaltason, þá varaformann þingflokks og stjórnarmann í Flokki fólksins, til að ganga í Miðflokkinn. Þess vegna sat gervöll stjórn Miðflokksins á barnum Klaustri með þeim. Tilefni fundarins augljóst, þessi „hættulegi“ flokkur fátæka fólksins sem auðmaðurinn Sigmundur Davíð og félagar hans vildu fyrir hvern mun koma fyrir kattarnef.

Þetta er ástæða þess að umræðan á Klausti þróaðist með þeim hætti sem við heyrum á upptökum þaðan. Það var farið markvisst í að svívirða samstarfsfólk Ólafs og Karls Gauta í þingflokki Flokks fólksins. Um leið var þeim sjálfum hælt í hástert. Þeir létu sér þetta allt vel líka. Svo var rætt hvernig búið skyldi til pláss fyrir Ólaf í embætti nýs þingflokksformanns Miðflokksins en Gunnar Bragi Sveinsson taldi sig eiga í vændum örugga sendiherrastöðu í bitlingaskiptum við Sjálfstæðisflokkinn. Í framhaldinu af umræðunni um Flokk fólksins var svo byrjað að úthúða öryrkjum og fötluðum. Konur, sem af einhverjum ástæðum voru taldar ógna þessum körlum sem þarna voru samankomnir, fengu síðan sinn skammt með ömurlegu orðfæri.

Ekkert annað í stöðunni

Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing. Er uppvíst varð hvað þarna hafði farið fram átti stjórn Flokks fólksins engan annan kost en að fara fram á afsögn þessara tveggja þingmanna. Þegar þeir urðu ekki við því þá var þeim vikið úr flokknum og sviptir öllum trúnaðarstöðum á hans vegum. Þeir höfðu með gjörðum sínum báðir fyrirgert öllu trausti.

Enginn stjórnmálaflokkur hefði látið forystumenn þingflokks síns komast upp með önnur eins svik án þess að slíkir stjórnmálmenn hefðu verið látnir axla ábyrgð. Með þá Ólaf og Karl Gauta áfram innanborðs hefði þingflokkur Flokks fólksins ekki aðeins verið óstarfhæfur heldur einnig meðsekur í þeirri andstyggð sem fram fór á Klaustur Bar. Orðstír flokksins ónýtur og hann rúinn öllu trausti.

Var sýnt fyllsta traust

Það kom mjög á óvart að þessir tveir menn sem félagar í Flokki fólksins höfðu borið á höndum sér og sýnt mikið traust, skyldu bregðast því með þessum hætti. Báðir gengu þeir til liðs við flokkinn haustið 2017, eftir að boðað hafði verið til kosninga þá í októberlok. Þeir komu að krásunum sem aðrir höfðu matreitt ofan í þá í boði Flokks fólksins og fengu 1. sæti, hvor í sínu kjördæminu. Eftir að þeir voru kjörnir á þing var Ólafur gerður að þingflokksformanni. Karl Gauti varð varaformaður þingflokks. Á landsfundi Flokks fólksins í september sl. hlaut Karl Gauti síðan mjög góða kosningu í stjórn flokksins. Ég, sem formaður flokksins, studdi þá báða eindregið í þessar trúnaðarstöður. Ég studdi líka setu þeirra í nefndum, bæði innan þings og utan.

Báðir hafa þeir Ólafur og Karl Gauti haft full tækifæri og málfrelsi til að koma skoðunum sínum á framfæri, bæði innan þingflokks, stjórnar flokksins og á almennum flokksfundum. Á þá hefur verið hlustað, jafnvel gengið til atkvæðagreiðslu í stjórn um tillögu Karls Gauta varðandi fyrirkomulag um það hvernig staðið skyldi að greiðslu reikninga. Hann varð undir en þannig er það bara í lýðræðislegu stjórnmálastarfi. Fólk fær ekki alltaf vilja sinn. Það réttlætir þó ekki að menn geri þá hosur sínar grænar fyrir pólitískum andstæðingum.

Um fjármál

Víkjum þá að gagnrýni um að ég hafi verið prókúruhafi og gjaldkeri Flokks fólksins. Það var ég hvort tveggja og fyrir því var einföld ástæða. Flokkur fólksins er rétt tveggja og hálfs árs gamalt stjórnmálaafl. Lengst framan af barðist þessi hreyfing í bökkum fjárhagslega enda að upplagi mestan part stofnuð fyrir mitt frumkvæði af fátæku fólki, öryrkjum og öldruðum til að berjast gegn örbirgð og misrétti í okkar ríka landi. Sem formaður hef ég í fullu samráði við stjórn þurft að gæta ýtrustu ráðdeildar þar sem öllu skiptir að hafa fullkomna yfirsýn frá degi til dags.

Þetta hefur tekist farsællega. Flokkurinn býr nú við heilbrigðan fjárhag. Hann er skuldlaus og slíkt er afar fátítt meðal íslenskra stjórnmálaflokka í dag. Reikningar flokksins hafa aldrei hlotið athugasemdir endurskoðenda og þeim hefur verið skilað í samræmi við lög og reglur. Þeir hafa ávallt verið opnir öllum stjórnarmönnum, líka Karli Gauta Hjaltasyni. Halldór Gunnarsson sat í stjórn og þriggja manna fjárhagsráði flokksins, var með aðgang og eftirlitsheimild að heimabanka flokksins. Hann undirbjó ársreikninga ásamt gjaldkera í hendur löggilts endurskoðanda. Halldór Gunnarsson vissi um öll fjármál Flokks fólksins frá A til Ö. Það er aumt að horfa upp á Halldór, Karl Gauta og Ólaf í hefndarleiðangri nú þar sem þeir reyna að sá fræjum efasemda og tortryggni um fjármál Flokks fólksins um leið og þeir vita betur,“ skrifar Inga en greinina er hægt að lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumennina við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

Í gær, 11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

Í gær, 09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

Í gær, 09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

Í gær, 08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Í gær, 08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

Í gær, 07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

Í gær, 07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...