Svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög

Þorsteinn Már Baldvinsson mætir ásamt forsvarsmönnum Samherja á fund í …
Þorsteinn Már Baldvinsson mætir ásamt forsvarsmönnum Samherja á fund í Seðlabankaum í nóvember. mbl.is/​Hari

Umboðsmaður Alþingis segir að svar Seðlabanka Íslands til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í tengslum við erindi hans um afturköllun ákvörðunar um stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á, hafi ekki verið í samræmi við lög og að bankinn hafi ekki leyst úr erindinu með fullnægjandi hætti. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Bankaráð ætlar að taka málið upp að nýju og afgreiða það í samræmi við álit umboðsmanns.

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir í samtali við mbl.is að bankaráðið taki gagnrýni umboðsmanns alvarlega. „Bankaráðið fundaði í morgun og fór meðal annars yfir álit umboðsmanns Alþingis. Það tekur gagnrýni umboðsmanns á stjórnsýslu Seðlabankans alvarlega. Ályktaði í morgun að það teldi að bankinn ætti að hafa frumkvæði að því að taka málið upp að nýju og afgreiða í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Jafnframt að skoða hvort sama gildi um önnur mál sem kunna að vera sambærilega.“

Uppfært: Í upphaflegu fréttinni var sagt að stjórnvaldssektin sem um ræðir hafi verið lögð á Samherja. Hið rétta er að í þessu máli sem umboðsmaður skoðaði er um að ræða stjórnvaldssekt sem lögð var á Þorstein Má.

Lesa má álit umboðsmanns í heild sinni hér.

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert