Bergþór stýrir fundi

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gegnir áfram formennsku umhverfis- og samgöngunefndar …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gegnir áfram formennsku umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. mbl.is/​Hari

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sinnir áfram formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og stýrir hann fundi nefndarinnar sem stendur nú yfir.

Þingmaðurinn sneri aftur til starfa á Alþingi í síðustu viku ásamt flokksbróður sínum Gunnari Braga Sveinssyni eftir að þeir tóku hlé frá störfum vegna Klaustursmálsins.

Ekki var vitað hvort Bergþór myndi áfram gegna formennsku nefndarinnar þegar hann sneri aftur til starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina