„Óvissan er enn þá veruleg“

Farþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl mun fækka á milli ára í fyrsta …
Farþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl mun fækka á milli ára í fyrsta sinn frá ár­inu 2009, sam­kvæmt spá Isa­via. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, gerir ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll dragist enn frekar saman en gert er ráð fyrir í farþegaspá Keflavíkurflugvallar sem kynnt var í morgun.

Í spánni er gert ráð fyr­ir því að heild­ar­fjöldi farþega sem fari um Kefla­vík­ur­flug­völl drag­ist sam­an um 8,7% á milli ára, fjöld­inn verði 8,95 millj­ón­ir á þessu ári sam­an­borið við 9,8 millj­ón­ir árið 2018.

Kristján segir að gera megi ráð fyrir frekari samdrætti þegar litið er til flugáætlunar Keflavíkurflugvallar. „Þar sést að brottförum fækkar um hásumarið um á bilinu fimm til átta prósent og stór hluti af fækkuninni má rekja til þess að WOW hættir að fljúga breiðþotum sem eru með sæti fyrir um 340 farþega. Icelandair vegur aðeins upp á móti fækkuninni með aukningu hjá sér en sú aukning er að hluta til komin með Max-þotum sem taka helmingi færri farþega.“

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir enn verulega óvissu vera á …
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir enn verulega óvissu vera á flugmarkaði, þrátt fyrir nýja farþegaspá Keflavíkurflugvallar sem kynnt var í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt spánni mun skiptif­arþegum fækk­a mest, eða um 18,7%, en kom­um og brott­för­um farþega sem eru að fljúga til og frá Íslandi fækk­ar ein­ung­is um rúm 2%.

„Ég hefði talið að erlendu farþegunum myndi fækka meira en sem nemur fækkun í flugferðum en ferðamannaspá Isavia byggir öll á því að skiptifarþegum fækki,“ segir Kristján.

Þá segir hann einnig að verðlagning íslenskra flugfélaga komi til með að hafa áhrif á fjölda flugfarþega. „Munu þau setja í forgang að koma ferðamönnum til Íslands eða munu þau setja í forgang að fljúga þeim fyrir hafið? Á því byggist öll spáin. Það er að segja, ef að það verður eitthvert panik hjá WOW eða Icelandair á næstunni og þau ákveða að verðleggja flugmiðana sína með öðrum hætti, þá gæti það haft verulega neikvæð áhrif fyrir íslenska ferðaþjónustu. Eða jákvæð, ef þau ákveða að setja í forgang að selja fólki Íslandsflug.“

Líta ef til vill til flugrisa eins og Emirates

Ör vöxtur hefur verið á fjölda flugfarþega um Keflavíkurflugvöll síðasta áratug og nú er séð fram á fækkun í fyrsta sinn í tíu ár en spáin gerir svo aftur ráð fyrir að flugfarþegum fjölgi á næsta ári. Kristján telur að í því samhengi sé verið að horfa til mögulegs áhuga stórra asískra flugfélaga.

„Þá myndi ég giska á að þar spili inn í áhugi kínversks eða japansks flugfélags, eða að Emirates sé jafnvel að koma frá Dubaí. Ég ímynda mér að það sé eitthvað svona sem er verið að treysta á því að ég held að það sé ekki endilega í kortunum að íslensku flugfélögin bæti verulega í.“

Mun Skúli gefa í á ný?

Þá spilar staða WOW á markaði þessa stundina einnig inn í að mati Kristjáns. „Skúli Mogensen ætlaði að vísu bara að taka nokkur skref aftur á bak og gefa svo í á ný, það er kannski verið að vísa í það líka.“  

Vegna óvissu á markaði, sér­stak­lega hvað varðar WOW air, hef­ur Isa­via ekki treyst sér til að kynna farþega­spá árs­ins fyrr en í dag, en und­an­far­in ár hafa fund­ir sem þess­ir verið haldn­ir í lok nóv­em­ber. Kristján segir að þrátt fyrir nýja spá sé óvissa á flugmarkaði enn til staðar.

„Óvissan er enn þá veruleg. Á meðan Indigo Partners eru ekki búnir að skrifa undir kaup hjá Skúla Mogensen vitum við í sjálfu sér ekki hver staðan er á því flugfélagi. Og það munar um minna, því WOW hefur verið og stefnir í að vera mjög umsvifamikið í flugi til og frá landinu og það er erfitt að vita ekki hvernig framtíðin verður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert