Kemur á óvart að Veitum sé brugðið

Það hefur verið kalt um að litast á höfuðborgarsvæðinu og …
Það hefur verið kalt um að litast á höfuðborgarsvæðinu og víðar að undanförnu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Hvað gerist ef raunverulegir kuldar skella á?“ spyr Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni.

Hann segir að undanfarnir dagar hafi verið nokkuð kaldir á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Engu að síður kemur það honum á óvart að Veitum sé brugðið vegna stöðunnar. Þar á hann við aukinn viðbúnað hjá Veitum og áskorun fyrirtækisins til íbúa um að fara vel með heita vatnið. 

Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Trausti Jónsson veðurfræðingur.

„Veit varla á gott því satt best að segja geta þessir kuldar varla talist miklir – enn sem komið er að minnsta kosti.“

Trausti segir að kuldaköst hafi minnkað verulega síðustu ár. Fáir kaldir dagar hafi verið á þessum áratug. Árið 2011 sker sig úr vegna kaldrar „syrpu“ í desember.

„Köldu dagarnir nú hafa verið hægir - enda hefur loftið yfir landinu í raun ekki verið svo sérlega kalt,“ skrifar hann og bendir á að álag á hitakerfi vaxi talsvert með vindi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert