Héldum að við værum með allt á hreinu

Ríkulegt úrval flugelda var hjá Flugbjörgunarsveitinni á Flugvallarvegi fyrir áramótin. ...
Ríkulegt úrval flugelda var hjá Flugbjörgunarsveitinni á Flugvallarvegi fyrir áramótin. Merkingar um sprengihættu hafa aðeins verið á stærstu kökunum og flutningsumbúðum, en verða eftirleiðis á öllum kökum. mbl.is/Hari

Við héldum að við værum með allt okkar á hreinu þegar flugeldarnir voru orðnir CE-vottaðir en svo var greinilega ekki, segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is. 

Umhverfisstofnun greindi frá því fyrir helgi að eng­ir skoteld­ar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eft­ir­liti stofn­un­arinnar á milli jóla og ný­árs hefðu reynst merkt­ir með full­nægj­andi hætti. Samkvæmt reglu­gerð nr. 415/​2014 um flokk­un, merk­ingu og umbúðir efna og efna­blanda ber að merkja flugelda með hættumerkinu „sprengifimt“ vegna sprengihættu sem af þeim stafar og þá eiga einnig að vera á umbúðunum staðlaðar hættu- og varnaðar­setn­ing­ar á ís­lensku sem lýsa eðli hætt­unn­ar, auk leiðbeininga um ör­ugga notk­un, geymslu og förg­un.

Í úr­taki eft­ir­lits Um­hverf­is­stofn­un­ar reyndist merkingum á þeim 25 flugeldum, frá þeim sex birgj­um sem eru ráðandi á markaði hér á landi, „mjög ábóta­vant“, að því er sagði í til­kynn­ing­u Umhverfisstofnunar.

Töldu CE-merkingarnar duga

„Með CE-reglugerðinni eru ákveðnar merkingar sem eiga að vera á kökunum og þær eru á öllum okkar vörum sem eiga að vera CE-merktar,“ segir Jón Ingi. „Síðan er önnur reglugerð sem enginn virðist hafa áttað sig á, og þeir virðast raunar ekki hafa áttað sig á því sjálfir fyrr en nú, sem snýr að þessum varúðarmerkingum um sprengihættuna.“ 

Hann segir Slysavarnafélaginu hafa verið bent á þetta í desember og við því hafi verið brugðist með því að láta gera límmiða sem munu fara á allar nýjar kökur og allar eldri kökur.

Flugeldar sem seldir eru hjá Landsbjörg hafa verið CE-merktir og ...
Flugeldar sem seldir eru hjá Landsbjörg hafa verið CE-merktir og nú bætist merkingin um sprengihættu við. mbl.is/​Hari

„Þessir límmiðar eru á sumum af stærri kökunum,“ bætir hann við og segir þá vera nauðsynlegar flutningsmerkingar. Þeir séu hins vegar ekki á minni kökunum, „en þeir verða það þó klárlega næst“.

CE-merkingarnar heyra undir Neytendastofu, en svo virðist ekki vera um þessar merkingar. „CE-vottunin snýr að viðskiptavininum, en þetta eru merkingar sem eru neytendamerkingar en virðast samt ekki snúa að neytandanum, heldur því að flugeldarnir springi og annað slíkt og það heyrir undir Umhverfisstofnun,“ útskýrir Jón Ingi.

Erfitt að fara eftir reglugerð sem maður veit ekki af

Hann segir Slysavarnafélagið hafa sett sig í samband við þýska fyrirtækið sem vottar flugelda þess um leið og málið kom upp og fengið þá þau svör að það væri undir hverju landi komið að óska eftir merkingunni.

„Þessi reglugerð er jafn rétthá, en flokkast ekki undir CE-vottun eins skrýtið og það er. Það er hins vegar erfitt að fara eftir reglugerð sem maður veit ekki um og hefur aldrei verið minnst á,“ segir Jón Ingi og kveðst ekki skilja hvers vegna innflytjendum hafi ekki verið bent á þetta fyrir löngu síðan.

„Þetta er samt hlutur sem við bregðumst að sjálfsögðu strax við,“ bætir hann við og segir merkingarnar nú orðnar hluta af gæðakerfi Landsbjargar.

mbl.is

Innlent »

Íslensku sauðfé fækkaði um 10%

05:30 Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira »

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

05:30 Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. Meira »

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

05:30 Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira »

Lítil bjartsýni við loðnuleit

05:30 Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Meira »

Ávarpaði stóran útifund

05:30 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira »

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

05:30 Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. Meira »

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

05:30 Félagssamtökin Verndum Víkurgarð, sem berjast fyrir friðlýsingu Víkurkirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur, komu saman í Iðnó á laugardaginn og hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til þess að ljúka friðlýsingu garðsins að austustu mörkum hans eins og þau voru skilgreind árið 1838. Meira »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumenn við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »

Sakar Bryndísi um hroka

Í gær, 16:57 Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, segir að ummæli Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sýni mikinn hroka. Bryndís sagði á Þingvöllum á K100 í morgun að forysta verkalýðsfélaga stýri ekki landinu. Meira »

Leita Jóns frá morgni til kvölds

Í gær, 14:24 Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

Í gær, 14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

Í gær, 14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »