Héldum að við værum með allt á hreinu

Ríkulegt úrval flugelda var hjá Flugbjörgunarsveitinni á Flugvallarvegi fyrir áramótin. ...
Ríkulegt úrval flugelda var hjá Flugbjörgunarsveitinni á Flugvallarvegi fyrir áramótin. Merkingar um sprengihættu hafa aðeins verið á stærstu kökunum og flutningsumbúðum, en verða eftirleiðis á öllum kökum. mbl.is/Hari

Við héldum að við værum með allt okkar á hreinu þegar flugeldarnir voru orðnir CE-vottaðir en svo var greinilega ekki, segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í samtali við mbl.is. 

Umhverfisstofnun greindi frá því fyrir helgi að eng­ir skoteld­ar af þeim 25 sem voru skoðaðir í eft­ir­liti stofn­un­arinnar á milli jóla og ný­árs hefðu reynst merkt­ir með full­nægj­andi hætti. Samkvæmt reglu­gerð nr. 415/​2014 um flokk­un, merk­ingu og umbúðir efna og efna­blanda ber að merkja flugelda með hættumerkinu „sprengifimt“ vegna sprengihættu sem af þeim stafar og þá eiga einnig að vera á umbúðunum staðlaðar hættu- og varnaðar­setn­ing­ar á ís­lensku sem lýsa eðli hætt­unn­ar, auk leiðbeininga um ör­ugga notk­un, geymslu og förg­un.

Í úr­taki eft­ir­lits Um­hverf­is­stofn­un­ar reyndist merkingum á þeim 25 flugeldum, frá þeim sex birgj­um sem eru ráðandi á markaði hér á landi, „mjög ábóta­vant“, að því er sagði í til­kynn­ing­u Umhverfisstofnunar.

Töldu CE-merkingarnar duga

„Með CE-reglugerðinni eru ákveðnar merkingar sem eiga að vera á kökunum og þær eru á öllum okkar vörum sem eiga að vera CE-merktar,“ segir Jón Ingi. „Síðan er önnur reglugerð sem enginn virðist hafa áttað sig á, og þeir virðast raunar ekki hafa áttað sig á því sjálfir fyrr en nú, sem snýr að þessum varúðarmerkingum um sprengihættuna.“ 

Hann segir Slysavarnafélaginu hafa verið bent á þetta í desember og við því hafi verið brugðist með því að láta gera límmiða sem munu fara á allar nýjar kökur og allar eldri kökur.

Flugeldar sem seldir eru hjá Landsbjörg hafa verið CE-merktir og ...
Flugeldar sem seldir eru hjá Landsbjörg hafa verið CE-merktir og nú bætist merkingin um sprengihættu við. mbl.is/​Hari

„Þessir límmiðar eru á sumum af stærri kökunum,“ bætir hann við og segir þá vera nauðsynlegar flutningsmerkingar. Þeir séu hins vegar ekki á minni kökunum, „en þeir verða það þó klárlega næst“.

CE-merkingarnar heyra undir Neytendastofu, en svo virðist ekki vera um þessar merkingar. „CE-vottunin snýr að viðskiptavininum, en þetta eru merkingar sem eru neytendamerkingar en virðast samt ekki snúa að neytandanum, heldur því að flugeldarnir springi og annað slíkt og það heyrir undir Umhverfisstofnun,“ útskýrir Jón Ingi.

Erfitt að fara eftir reglugerð sem maður veit ekki af

Hann segir Slysavarnafélagið hafa sett sig í samband við þýska fyrirtækið sem vottar flugelda þess um leið og málið kom upp og fengið þá þau svör að það væri undir hverju landi komið að óska eftir merkingunni.

„Þessi reglugerð er jafn rétthá, en flokkast ekki undir CE-vottun eins skrýtið og það er. Það er hins vegar erfitt að fara eftir reglugerð sem maður veit ekki um og hefur aldrei verið minnst á,“ segir Jón Ingi og kveðst ekki skilja hvers vegna innflytjendum hafi ekki verið bent á þetta fyrir löngu síðan.

„Þetta er samt hlutur sem við bregðumst að sjálfsögðu strax við,“ bætir hann við og segir merkingarnar nú orðnar hluta af gæðakerfi Landsbjargar.

mbl.is

Innlent »

Dagur vonbrigða segir Drífa

Í gær, 23:20 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir á Facebook-síðu sinni nú í kvöld að það hafi verið dagur vonbrigða þegar ríkisstjórnin kynnti stéttarfélögunum skattatillögur sínar í dag. Meira »

Getur komið til lokana í nótt

Í gær, 23:02 Fyrsta viðvörunin tók gildi fyrir sjö mínútum síðan,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, en austanstormur með úrkomu yfir landið frá suðri til norður og er gul viðvörun er í gildi á landinu öllu. Þá varar Vegagerðin við að komið geti til lokanna vega. Meira »

Hafa rætt kosningamálið í rúma 4 tíma

Í gær, 21:40 Umræður um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa hafa staðið í rúma fjóra klukkutíma á fundi borgarstjórnar. Meira »

Tortryggnin hefur aukist

Í gær, 20:48 Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Hann segir ávinninginn af svindli sem þessu geta verið mikinn. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

Í gær, 20:37 „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Viðbrögð verkalýðsfélaganna koma á óvart

Í gær, 20:20 „Það er ekki þannig að einstök stéttarfélög semji fyrir sitt leyti um skattkerfisbreytingar,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is um viðbrögð stéttarfélaganna við skattkerfistillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

Í gær, 19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verða tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

Í gær, 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar

Í gær, 17:58 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,4% á milli mánaða í janúar að því er fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs, sem byggir á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Meira »

Oft eldri en þeir segðust vera

Í gær, 17:48 Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til þess að breyta framkvæmd aldursgreininga og álítur þær ekki siðferðislega ámælisverðar, enda sé gert ráð fyrir upplýstu samþykki umsækjanda í hvert sinn auk þess sem gerðar séu kröfur um að framkvæmdin sé mannúðleg og gætt að réttindum og reisn þeirra sem undir slíkar rannsóknir gangast. Meira »

Efla Lyfjaeftirlitið

Í gær, 17:36 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og dr. Skúli Skúlason formaður stjórnar Lyfjaeftirlits Íslands hafa skrifað undir langtímasamning um starfsemi Lyfjaeftirlitsins og fjármögnun þess að því er fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins. Meira »

Boða nýtt 32,94% skattþrep

Í gær, 17:23 Nýtt neðsta skattþrep sem verður 4 prósentustigum lægra til þess að lækka skattbyrði og nýtt viðmið í breytingum persónuafsláttar ásamt afnáms samnýtingar þrepa eru helstu tillögur ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Tíndu 22 tonn af lambahornum

Í gær, 17:08 Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum fékk frekar óhefðbundið útkall í gær þegar liðsmenn sveitarinnar voru fengnir til að handtína 22 tonn af lambahornum sem voru um borð í flutningabíl sem valt á hliðina í Gufufirði á föstudag. Tæma þurfti hornin úr bílnum áður en hann var réttur við. Meira »

Sækja áfram að fullu fram til SA

Í gær, 16:50 Formaður Eflingar ætlar ekki að segja til um hvort hún sjái fram á að viðræðum félagsins og þriggja annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins verði slitið á næsta fundi fyrr en hún hefur fundað með samninganefnd félagsins. Hún segir þó ljóst að staðan í viðræðunum sé orðin mjög erfið. Meira »

Segir bankann hafa miðlað lánasögunni

Í gær, 16:46 Það var bankinn sem miðlaði upplýsingum um lánasöguna úr viðskiptamannakerfi sínu, segir Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna fréttar sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Slíkt sé bankanum ekki heimilt að gera og málið verði sent Persónuvernd til meðferðar. Meira »

Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum

Í gær, 16:20 „Það var full eining í samninganefnd ASÍ um að tillögur stjórnvalda hafi verið mikil vonbrigði. Við teljum þetta ekki verða til þess að liðka fyrir þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ sagði Drífa Snædal, formaður ASÍ, þegar blaðamaður mbl.is náði af henni tali eftir fund samninganefndar ASÍ. Meira »

Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar

Í gær, 15:22 Samninganefnd Alþýðusambands Íslands fundar nú um þær tillögur sem ríkisstjórnin kynnti sambandinu í dag. Fundurinn hófst í höfuðstöðvum ASÍ nú klukkan 15. Meira »

Reiði og sár vonbrigði

Í gær, 15:16 Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag. Meira »

Spurði hvar óhófið byrjaði

Í gær, 15:05 „Hvar er línan þar sem óhófið byrjar? Ég held að það væri mjög fróðlegt fyrir alla ef bankaráð Landsbanka Íslands myndi birta upplýsingar um hvað er óhóflegt að mati þess,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í dag. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...