Undrandi á afskiptum lögreglu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karli á sex­tugs­aldri sem er grunaður um ítrekaðan þjófnað á varn­ingi úr frí­höfn í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. 

Þegar hann var hand­tek­inn nú síðast í flug­stöðinni fund­ust í fór­um hans sjö síga­rettukart­on, áfengi og ilm­vötn, sam­tals að verðmæti um 125 þúsund krón­ur.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að þegar lögregla hafi rætt við manninn hafi hann lítið viljað tjá sig og verið hissa á afskiptum lögreglu. Maðurinn er einnig grunaður um að standa að stórfelldum þjófnaði í fríhöfninni í samstarfi við þrjá aðra. Til rannsóknar eru nokkur mál þar sem manninum er gefinn að sök þjófnaður en hann er einnig grunaður um stórfellda líkamsárás en það mál er á ákærustigi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 4. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert