FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sló út lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í …
Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sló út lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ í átta liða úrslitum í kvöld, en FG vann Gettu betur í fyrra. Skjáskot/Rúv

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit.

Liðin voru jöfn að lokn­um hraðasp­urn­ing­um, með 17 stig hvort, en FSu náði yfirhöndinni í bjölluspurningunum og jók forskotið jafnt og þétt.

Síðasta viðureignin í átta liða úrslitunum fer fram að viku liðinni og þá mætast Borgarholtsskóli og Kvennaskólinn í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert