Skýrt umboð í viðræðunum

Kýr á beit í Hítardal
Kýr á beit í Hítardal mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bændasamtaka Íslands vilja halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsluna frjálsa.

„Þetta er algerlega í samræmi við þá umræðu sem ég hef upplifað meðal bænda á undanförnum mánuðum. Niðurstaðan kemur því ekki á óvart en munurinn er aðeins meiri en ég átti von á,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.

493 kúabændur kusu af þeim 558 sem rétt áttu til þátttöku eða 88,35%. „Það er mikilvægt að hafa fengið svona góða þátttöku. Umboðið sem við förum með í samningaviðræður við ríkið er alveg skýrt. Við höfum ekki umboð til að ræða neitt annað en felst í þessum niðurstöðum. Það er gott að hafa slíkt veganesti,“ segir Arnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »