Heimkoma Tryggva áætluð í haust

Ef allt gengur að óskum kemst Tryggvi Ingólfsson heim.
Ef allt gengur að óskum kemst Tryggvi Ingólfsson heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Löng bið Tryggva Ingólfssonar, sem beðið hefur á lungnadeild Landspítalans frá 28. mars 2018 eftir að komast á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli gæti tekið enda 1. september nk.

„Það hefur aldrei staðið annað til en að Tryggvi kæmi aftur á Kirkjuhvol og undirbúningur að því hefur verið samkvæmt aðgerðaráætlun líkt og fram kom í bókunum sveitarstjórnar frá síðasta vori og aftur fyrir jól,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Hann segir nýtt í stöðunni að búið sé að fastsetja tíma fyrir heimkomu Tryggva en heimkoman sé háð því að það náist að manna stöður til þess að tryggja öryggi Tryggva og nauðsynlega þjónustu við hann, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert