Eygló hreppti verðlaunin

Eygló Harðardóttir og Leifur Ýmir Eyjólfsson tóku við verðlaununum í ...
Eygló Harðardóttir og Leifur Ýmir Eyjólfsson tóku við verðlaununum í Iðnó í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eygló Harðardóttir myndlistarkona hlaut í gærkvöldi Íslensku myndlistarverðlaunin fyrir árið 2018 og voru þau afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin hlaut hún fyrir sýninguna Annað rými sem sett var upp í Nýlistasafninu. Hlaut Eygló eina milljón króna í verðlaun.

Þá hreppti myndlistarmaðurinn Leifur Ýmir Eyjólfsson hvatningarverðlaun ársins fyrir sýninguna Handrit sem sjá má í D-sal Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúss. Leifur fékk 500 þúsund krónur.

Fjórir listamenn voru í forvali til viðurkenningarinnar Myndlistarmaður ársins, auk Eyglóar þau Guðmundur Thoroddsen, fyrir sýninguna Snip Snap Snubbur í Hafnarborg, Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Evolvement í Kling & Bang, og Steinunn Gunnlaugsdóttir fyrir útilistaverkið Litlu hafpulsuna, sem sett var upp í Reykjavíkurtjörn í tengslum við sýninguna „Cycle Music & Art – Þjóð meðal þjóða.“

Í forvali til hvatningarverðlaunanna voru auk Leifs Ýmis þau Auður Ómarsdóttir fyrir sýninguna Stöngin inn í Kling & Bang, og Fritz Hendrik fyrir Draumaregluna, sem einnig var sett upp Kling & Bang.

Snýst um virðingu myndlistar

Íslensku myndlistarverðlaunin voru fyrst afhent í fyrra. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Í umsögn dómnefndar um hina fallegu sýningu Annað rými sem Eygló hlaut verðlaunin fyrir, segir að með verkum sem í senn voru fínleg og stórkarlaleg, en unnin í viðkvæman efnivið, hafi listakonan opnað „fyrir gáttir sem áhorfandinn gat smeygt sér inn fyrir og aukið skynjun sína og næmi á kostnað hinnar vanabundnu rökhyggju. Eygló virðist umhugað um að áhorfendur verka hennar skynji að ekkert eitt svar sé rétt, að allar víddir hafi sama vægi og að upplifun þeirra geti verið persónuleg og án endastöðvar“. Pappír var meginefni verkanna.

Eygló segir verðlaunin hafa komið sér á óvart enda sé það svo langt frá vinnu sinni við að móta sýningar að hugsa um formlegar viðurkenningar. „En auðvitað hefur þetta góð áhrif. Þegar sýningum lýkur er verkunum pakkað aftur niður í myrkur en með tilnefningunum beinist kastljós aftur að öllum þessum sýningum og það er ánægjulegt, og að þær veki umtal. Ég held að öll þessi verk hafi gott af umræðunni. En auðvitað er þetta mikill heiður og ég er mjög ánægð.“

Þegar spurt er um skoðun hennar á verðlaunum sem þessum fyrir myndlist, þá segist hún líta á þau sem mikilvægt framlag til umræðunnar í samfélaginu. „Þetta er ekki keppnisíþrótt og ég hefði verið ánægð með að sjá verðlaunin fara til allra hinna tilnefndu. Þetta snýst ekki um persónur heldur myndlistina í samfélaginu, um virðingu hennar og um sýningarnar.“ Verðlaun séu veitt í öðrum listgreinum og eigi vitaskuld einnig að vera veitt í myndlistargeiranum.

Þegar spurt er hvernig verðlaunaféð muni nýtast segir hún peninga og tíma vera samofna hjá flestum myndlistarmönnum. „Peningur er tími og ég get unnið!“ Og hún segir þrjú sýningarverkefni í farvatninu, öll fyrir norðan: í Safnasafninu í Eyjafirði, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og í verksmiðjunni á Hjalteyri.

„Er mjög hvetjandi“

Á sýningunni Handrit í Hafnarhúsinu hefur Leifur Ýmir raðað á hillur sem ná upp í loft leirplötum sem hann hefur brennt og skrifað á tilfallandi orð og setningar. „Saman mynda leirtöflurnar handrit, bók, sem gengið er inn í. Leirinn minnir á forgengileika tungumálsins, sem við mótum og brjótum að vild, rétt eins og efniviðinn,“ segir í umsögn dómnefndar sem segir Leifi takast með „eftirminnilegum hætti að samþætta inntak og efnivið...“

„Þetta er mjög hvetjandi,“ segir Leifur um verðlaunin. Hann kveðst hafa verið að undirbúa verkfallsverk sem gjörning „en nú get ég ekki farið í verkfall, þetta er svo hvetjandi að ég verð að halda áfram!“

Hann segir þetta vera afar ánægjuleg viðbrögð eftir alla þá miklu vinnu sem fór í sýninguna Handrit. „Það var mikil törn en það er gaman að hafa mikið að gera. Það er líka ávanabindandi en nú ætla ég aðeins að anda,“ segir hann og hyggst leggjast í rannsóknir. Hann fékk listamannalaun í fyrsta skipti, þrjá mánuði, og hyggst nota tímann vel. En hvað gerir Leifur Ýmir við verðlaunaféð?

„Það fer í það að lifa og halda áfram. Það býr til tíma fyrir mig til að sinna listinni.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...