Vinna með virtu fólki í bransanum

Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson eru á uppleið ...
Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson eru á uppleið ytra og er búnir að gera samning við framleiðslufyrirtækið Superprime.

„Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson.

Gunnar Páll og Samúel Bjarki Pétursson, samstarfsmaður hans til næstum tveggja áratuga, gerðu nýverið samning við framleiðslufyrirtækið Superprime sem hefur á sínum snærum fjölmarga heimsþekkta leikstjóra í Hollywood. Þar á meðal eru nöfn á borð við Damien Chazelle, David LaChapelle, Martin Scorsese, Paul Thomas Anderson og Terrence Malick sem alla jafna einbeita sér að gerð stórra kvikmynda í Hollywood en leikstýra einnig auglýsingum af og til, þó það fari kannski ekki hátt.

Hafa gert auglýsingar fyrir stórfyrirtæki

Samúel og Gunnar hafa gert auglýsingar og tónlistarmyndbönd um árabil. Þeir hafa verið á mála hjá Humble TV í Bandaríkjunum síðustu átta árin og á þeim tíma gert auglýsingar fyrir stórfyrirtæki á borð við Mercedes Benz, Audi, McDonalds, Spectrum, Disney og Guinness-bjór þar sem fyrrverandi fótboltamaðurinn Rio Ferdinand var í aðalhlutverki.

„Við vildum breyta til og sögðum upp samningi við Humble TV. Þó Ameríka sé stórt land spurðist fljótt út að við værum á lausu og við fengum skilaboð frá fjölda fyrirtækja. Svo tók við tveggja vikna törn þar sem við tókum örugglega 20 símafundi með mismunandi fyrirtækjum. Það var eiginlega frekar eins og við værum að ráða einhvern í vinnu,“ segir Gunnar og hlær við. „Eigendur Superprime komu heiðarlega fram, sögðu hvað þeim fannst og hvernig þeir gætu nýtt sér krafta okkar. Það var ekkert verið að sykurhúða þetta, bara farið yfir það hvernig við gætum unnið saman. Það er kannski eitt af því sem maður hefur lært í gegnum tíðina, að geta séð í gegnum einhverja vitleysu. Okkur leist vel á eigendurna sem eru virt fólk í bransanum. Superprime er bæði að framleiða efni fyrir sjónvarp og bíómyndir en er líka sterkt í auglýsingum. Tenging þarna á milli hljómaði spennandi fyrir okkur. Svo var það ekkert að skemma fyrir að geta verið á lista með þessum stóru nöfnum.“

Spennandi verkefni í dagskrárgerð

Samúel og Gunnar starfa ekki bara erlendis. Þeir eiga framleiðslufyrirtækið Skot hér heima ásamt Ingu Lind Karlsdóttur og Hlyni Sigurðssyni og segir Gunnar að verkefnastaðan hjá fyrirtækinu sé góð. Þó auglýsingamarkaðurinn hafi ekki verið mjög líflegur síðan eftir HM síðasta sumar þá hafi annað tekið við. „Það er brjálað að gera í dagskrárgerð. Við erum að gera aðra þáttaröð með Loga Bergmann og aðra þáttaröð af Kokkaflakki sem er að fara í sýningar og vorum að klára Burðardýr fyrir Stöð 2. Svo er heilmikið fram undan í haust.

Ég og Sammi erum búnir að þróa og erum að fara að leikstýra nýjum þætti sem fer í tökur í mars. Þetta er þáttur sem tekur við af Útsvari á RÚV næsta vetur, kallast Kappsmál og verður stjórnað af Braga Valdimar Skúlasyni og Björgu Magnúsdóttur. Þetta verður svona leikjaþáttur þar sem íslenskir orðaleikir og orðagrín fá að njóta sín.“

Íslenski bransinn góður stökkpallur

Gunnar Páll segir að þó rólegra sé yfir auglýsingabransanum hér heima en oft áður sé nóg af verkefnum erlendis. „Við höfum minnkað okkar leikstjóravinnu hér heima og erum kannski meira í að koma öðrum á framfæri í gegnum Skot. Við erum hins vegar sjálfir í leikstjórastólnum úti og þar eru engin merki um að verkefnum sé að fækka. Það er til dæmis mikið að gera í bílaauglýsingum en þær eru oftast það fyrsta sem skorið er niður þegar kreppir að. En við sjáum það vel að íslenski bransinn er góður stökkpallur. Unstoppable-auglýsingin sem við gerðum fyrir Icelandair hefur til dæmis gert heilmikið fyrir okkur í Bandaríkunum. Það er einmitt það besta við íslenska bransann, þar er hægt að prufukeyra efni áður en þú ferð út í stóra bransann.“

Ekki verður annað séð en að þeir félagar séu komnir í „stóra bransann“ þegar nöfn þeirra eru talin upp með heimsþekktum leikstjórum.

„Já, þetta er alveg Meistaradeildin. Þetta er eins og að fá að spila fyrir United. Við höfum auðvitað okkar sambönd sem við komum með þarna inn. En þetta eru eftirsóttir leikstjórar sem laða að sér handrit. Það eru spennandi tímar fram undan.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Stundum leynast merki í töluboxi

22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »

Aftur í Karphúsið á mánudaginn

15:28 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10. Helgin verður nýtt til undirbúnings hjá deiluaðilum, segir ríkissáttasemjari. Meira »