Birta mynd úr öryggismyndavél

Umfangsmikil leit var gerð að Jóni Þresti í gær.
Umfangsmikil leit var gerð að Jóni Þresti í gær. Ljósmynd/Írska lögreglan

Írska lögreglan hefur birt mynd úr öryggismyndavél þar sem Jón Þröstur Jónsson sést á gangi við Whitehall í Dyflinni um klukkan 11 daginn sem hann hvarf, 9. febrúar, og biðlað til almennings á ný um að aðstoða við leitina.

Garda-lögreglan deilir ljósmyndinni úr öryggismyndavél á Facebook, auk andlitsmyndar af Jóni Þresti, sem ekki hefur spurst til í rúmar tvær vikur.

Umfangsmikil leit var gerð að Jóni Þresti í gær, en þá aðstoðuðu um hundrað innlendir sjálfboðaliðar fjölskyldu og aðstandendur Jóns Þrastar við að kemba svæðið í nágrenni staðarins þar sem hann átti gistingu og þar sem sást síðast til hans.

Þúsundir auglýsinga með upplýsingum og mynd hafa verið hengdar upp víðs vegar um borgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert