Rafrettur og áfyllingar með viðvörun

Ung kona veipar.
Ung kona veipar. mbl.is/​Hari

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum. Reglugerðin á að taka gildi 1. júní næstkomandi.

Textinn á að vera: „Þessi vara inniheldur nikótín sem er mjög ávanabindandi efni. Ekki er mælt með notkun þess fyrir þá sem reykja ekki.“ Auk þess á að birta lista yfir öll innihaldsefni vörunnar.

Með pakkningum rafrettna og umbúðum áfyllinga á að fylgja bæklingur með upplýsingum á íslensku. Þær eiga m.a. að innihalda leiðbeiningar um notkun og geymslu vörunnar, þar með talið ráðleggingu um að ekki sé mælt með vörunni til notkunar fyrir börn og þá sem ekki reykja. Einnig um frábendingar, viðvaranir fyrir tiltekna áhættuhópa, hugsanlega skaðleg áhrif, ávanabindandi áhrif og eiturhrif og hvernig sé hægt að hafa samband við framleiðanda eða innflytjanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert