Hætta talin á að Sigurður færi úr landi

Sigurður Kristinsson hlaut 4 ára og 6 mánaða dóm í …
Sigurður Kristinsson hlaut 4 ára og 6 mánaða dóm í Skáksambandsmálinu. mbl.is/Eggert

Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir Sigurði Kristinssyni, sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Skáksambandsmálinu svokallaða í síðasta mánuði. Áfrýjaði hann dómnum til Landsréttar og var beðið með refsingu þangað til málið verður tekið fyrir og dómur upp kveðinn á millidómstigi.

Í farbannsúrskurði héraðsdóms, sem kveðinn var upp samhliða fangelsisdóminum, kemur fram að héraðssaksóknari telji nauðsynlegt að Sigurður sé í farbanni vegna tengsla hans við útlönd og hættu á að hann muni koma sér úr landi. Féllst dómurinn á þá röksemd og taldi hættu á að hann myndi koma sér úr landi væri hann ekki í farbanni og þar með gæti reynst örðugt að birta honum dóminn. Því var fallist á farbannið til fjögurra vikna, eða til 22. mars.

Í úrskurði Landsréttar, sem féll sem fyrr segir í gær, er niðurstaða héraðsdóms staðfest. Fallist er á með héraðsdómi að ætla megi að Sigurður muni reyna að komast úr landi sé hann ekki í farbanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert